Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 18:10 Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka. Vísir/Getty Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps segir ljóst að hans menn þurfi að vera á tánum til að fá eitthvað úr leiknum gegn Íslandi á morgun, er liðin mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020. Síðast þegar liðin mættust, í vináttulandsleik í október síðastliðnum, komust Íslendingar í 2-0 forystu en tvö síðbúin mörk hjá Frökkum tryggðu þeim jafntefli. „Það var engin afsökun að þetta hafi verið vináttulandsleikur. Íslendingar voru mjög ákveðnir í þeim leik og spiluðu vel. Við gerðum það ekki,“ sagði Deschamps við blaðamenn í dag. „Ég vissi þá að Ísland væri með gott lið og ég veit að það sama á við á morgun. Við ætlum okkur að spila betur á morgun og þurfum að gera það til að vinna.“ „Það er í DNA Íslendinga að gefast aldrei upp. Þeir berjast fram á síðustu stundu. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það.“ Deschamps segir að leikmenn viti vel hvað er í húfi og að leikurinn á morgun sé í allt öðru samhengi en vináttulandsleikur. „Þetta verður allt öðruvísi leikur hjá okkur. Við vitum af hverju við erum hér.“ Frakkar slógu Íslendinginga úr leik í 8-liða úrslitum á EM 2016, á sama leikvangi og liðin mætast á á morgun. „Það eru þrjú ár síðan síðan þá leikur var og margt hefur breyst,“ sagði Deschamps. „En Ísland hafði komið mörgum á óvart þá með góðri frammistöðu sinni. Við höfðum tíma til að skoða þeirra leik og meta þeirra styrkleika - sem voru sérstaklega aukaspyrnur og innköst. Þessi atriði höfðu valdið öðrum liðum erfiðleikum,“ bætti hann við. „Ísland er enn með marga af sömu leikmönnunum og spiluðu þá og það á einnig við um okkur. Íslendingar spila aðeins öðruvísi í dag, eru ekki jafn beinskeyttir fram á við og nota ef til vill framherjana öðruvísi núna.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps segir ljóst að hans menn þurfi að vera á tánum til að fá eitthvað úr leiknum gegn Íslandi á morgun, er liðin mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020. Síðast þegar liðin mættust, í vináttulandsleik í október síðastliðnum, komust Íslendingar í 2-0 forystu en tvö síðbúin mörk hjá Frökkum tryggðu þeim jafntefli. „Það var engin afsökun að þetta hafi verið vináttulandsleikur. Íslendingar voru mjög ákveðnir í þeim leik og spiluðu vel. Við gerðum það ekki,“ sagði Deschamps við blaðamenn í dag. „Ég vissi þá að Ísland væri með gott lið og ég veit að það sama á við á morgun. Við ætlum okkur að spila betur á morgun og þurfum að gera það til að vinna.“ „Það er í DNA Íslendinga að gefast aldrei upp. Þeir berjast fram á síðustu stundu. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það.“ Deschamps segir að leikmenn viti vel hvað er í húfi og að leikurinn á morgun sé í allt öðru samhengi en vináttulandsleikur. „Þetta verður allt öðruvísi leikur hjá okkur. Við vitum af hverju við erum hér.“ Frakkar slógu Íslendinginga úr leik í 8-liða úrslitum á EM 2016, á sama leikvangi og liðin mætast á á morgun. „Það eru þrjú ár síðan síðan þá leikur var og margt hefur breyst,“ sagði Deschamps. „En Ísland hafði komið mörgum á óvart þá með góðri frammistöðu sinni. Við höfðum tíma til að skoða þeirra leik og meta þeirra styrkleika - sem voru sérstaklega aukaspyrnur og innköst. Þessi atriði höfðu valdið öðrum liðum erfiðleikum,“ bætti hann við. „Ísland er enn með marga af sömu leikmönnunum og spiluðu þá og það á einnig við um okkur. Íslendingar spila aðeins öðruvísi í dag, eru ekki jafn beinskeyttir fram á við og nota ef til vill framherjana öðruvísi núna.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52