Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 18:10 Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka. Vísir/Getty Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps segir ljóst að hans menn þurfi að vera á tánum til að fá eitthvað úr leiknum gegn Íslandi á morgun, er liðin mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020. Síðast þegar liðin mættust, í vináttulandsleik í október síðastliðnum, komust Íslendingar í 2-0 forystu en tvö síðbúin mörk hjá Frökkum tryggðu þeim jafntefli. „Það var engin afsökun að þetta hafi verið vináttulandsleikur. Íslendingar voru mjög ákveðnir í þeim leik og spiluðu vel. Við gerðum það ekki,“ sagði Deschamps við blaðamenn í dag. „Ég vissi þá að Ísland væri með gott lið og ég veit að það sama á við á morgun. Við ætlum okkur að spila betur á morgun og þurfum að gera það til að vinna.“ „Það er í DNA Íslendinga að gefast aldrei upp. Þeir berjast fram á síðustu stundu. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það.“ Deschamps segir að leikmenn viti vel hvað er í húfi og að leikurinn á morgun sé í allt öðru samhengi en vináttulandsleikur. „Þetta verður allt öðruvísi leikur hjá okkur. Við vitum af hverju við erum hér.“ Frakkar slógu Íslendinginga úr leik í 8-liða úrslitum á EM 2016, á sama leikvangi og liðin mætast á á morgun. „Það eru þrjú ár síðan síðan þá leikur var og margt hefur breyst,“ sagði Deschamps. „En Ísland hafði komið mörgum á óvart þá með góðri frammistöðu sinni. Við höfðum tíma til að skoða þeirra leik og meta þeirra styrkleika - sem voru sérstaklega aukaspyrnur og innköst. Þessi atriði höfðu valdið öðrum liðum erfiðleikum,“ bætti hann við. „Ísland er enn með marga af sömu leikmönnunum og spiluðu þá og það á einnig við um okkur. Íslendingar spila aðeins öðruvísi í dag, eru ekki jafn beinskeyttir fram á við og nota ef til vill framherjana öðruvísi núna.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps segir ljóst að hans menn þurfi að vera á tánum til að fá eitthvað úr leiknum gegn Íslandi á morgun, er liðin mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020. Síðast þegar liðin mættust, í vináttulandsleik í október síðastliðnum, komust Íslendingar í 2-0 forystu en tvö síðbúin mörk hjá Frökkum tryggðu þeim jafntefli. „Það var engin afsökun að þetta hafi verið vináttulandsleikur. Íslendingar voru mjög ákveðnir í þeim leik og spiluðu vel. Við gerðum það ekki,“ sagði Deschamps við blaðamenn í dag. „Ég vissi þá að Ísland væri með gott lið og ég veit að það sama á við á morgun. Við ætlum okkur að spila betur á morgun og þurfum að gera það til að vinna.“ „Það er í DNA Íslendinga að gefast aldrei upp. Þeir berjast fram á síðustu stundu. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það.“ Deschamps segir að leikmenn viti vel hvað er í húfi og að leikurinn á morgun sé í allt öðru samhengi en vináttulandsleikur. „Þetta verður allt öðruvísi leikur hjá okkur. Við vitum af hverju við erum hér.“ Frakkar slógu Íslendinginga úr leik í 8-liða úrslitum á EM 2016, á sama leikvangi og liðin mætast á á morgun. „Það eru þrjú ár síðan síðan þá leikur var og margt hefur breyst,“ sagði Deschamps. „En Ísland hafði komið mörgum á óvart þá með góðri frammistöðu sinni. Við höfðum tíma til að skoða þeirra leik og meta þeirra styrkleika - sem voru sérstaklega aukaspyrnur og innköst. Þessi atriði höfðu valdið öðrum liðum erfiðleikum,“ bætti hann við. „Ísland er enn með marga af sömu leikmönnunum og spiluðu þá og það á einnig við um okkur. Íslendingar spila aðeins öðruvísi í dag, eru ekki jafn beinskeyttir fram á við og nota ef til vill framherjana öðruvísi núna.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52