Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum 25. mars 2019 06:00 Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00