Fótbolti

Stuðningsmaður lét lífið fyrir utan þjóðarleikvang Simbabve

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Khama Billiat skoraði annað mark Simbabve.
Khama Billiat skoraði annað mark Simbabve. vísir/getty
Stuðningsmaður lést í troðningi fyrir utan þjóðarleikvang Simbabve fyrir leik Zimbabwe og Kongó-Brazzaville í undankeppni Afríkubikarsins. BBC greindi frá.

Knattspyrnusamband Simbabve hafi látið lífið þegar hann varð undir í miklum troðningi sem myndaðist fyrir utan leikvanginn, en hættuástand myndaðist þegar fólk kepptist við að komast inn á leikvanginn.

Þrátt fyrir það fór leikurinn fram, þar sem Simbabve tryggði þátttöku sína í lokakeppninni.

Khama Billiat og Knowledge Musona skoruðu mörk Simbabve sem tryggði sig þar með inn í aðra lokakeppnina í röð.

Lýðveldið Kongó tryggði sig einnig inn í lokakeppnina með 1-0 sigir á Líberíu, en liðin voru öll í sama undanriðli.

Lokakeppni Afríkubikarsins fer fram í Egyptalandi í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×