Hamren: Við höfum allt að vinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 11:00 Erik Hamren, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að strákarnir okkar hafi engu að tapa gegn heimsmeisturunum. Ísland mætir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Okkar menn höfðu 2-0 sigur gegn Andorra ytra á föstudagskvöldið en það var fyrsti leikur þeirra í undankeppninni. Frakar unnu á sama tíma sigur á Moldóvu, 4-1. En þrátt fyrir að leikurinn í kvöld sé gerólíkt verkefni frá leiknum á föstudag eiga þeir þó eitt sameiginlegt, að sögn Hamren. „Hugarfarið skiptir mestu máli í öllum leikjum. Það var hugarfarið sem skipti máli gegn Andorra vegna eðli þess leiks. Það er líka hugarfarið sem skiptir mestu á morgun en það er af allt öðrum ástæðum. Á föstudag höfðum við öllu að tapa en á morgun höfum við allt að vinna. Ég vona að við getum sýnt það,“ sagði þjálfarinn. Hamren segir gott að íslenska liðið búi að þeirri reynslu að hafa spilað á tveimur stórumótum, það nýtist sérstaklega vel í leikjum sem þessum í kvöld. „Þeir vita hvernig það er að spila á þessum stóra leikvangi. Svo eru aðri sem hafa minni reynslu en þessir reynslumeiri geta verið fordæmi fyrir hina,“ sagði hann. Franska liðið er ógnarsterkt og mun mæða mikið á íslensku vörninni í kvöld. Hamren hvetur sína menn til að vera samstilltir í leiknum. „Við getum ekki spilað á þá einn á einn. Við þurfum að gera þetta saman, eins og Ísland hefur gert svo mörgum sinnum áður. Við þurfum að vinna saman sem liðsheild, þá eigum við möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að strákarnir okkar hafi engu að tapa gegn heimsmeisturunum. Ísland mætir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Okkar menn höfðu 2-0 sigur gegn Andorra ytra á föstudagskvöldið en það var fyrsti leikur þeirra í undankeppninni. Frakar unnu á sama tíma sigur á Moldóvu, 4-1. En þrátt fyrir að leikurinn í kvöld sé gerólíkt verkefni frá leiknum á föstudag eiga þeir þó eitt sameiginlegt, að sögn Hamren. „Hugarfarið skiptir mestu máli í öllum leikjum. Það var hugarfarið sem skipti máli gegn Andorra vegna eðli þess leiks. Það er líka hugarfarið sem skiptir mestu á morgun en það er af allt öðrum ástæðum. Á föstudag höfðum við öllu að tapa en á morgun höfum við allt að vinna. Ég vona að við getum sýnt það,“ sagði þjálfarinn. Hamren segir gott að íslenska liðið búi að þeirri reynslu að hafa spilað á tveimur stórumótum, það nýtist sérstaklega vel í leikjum sem þessum í kvöld. „Þeir vita hvernig það er að spila á þessum stóra leikvangi. Svo eru aðri sem hafa minni reynslu en þessir reynslumeiri geta verið fordæmi fyrir hina,“ sagði hann. Franska liðið er ógnarsterkt og mun mæða mikið á íslensku vörninni í kvöld. Hamren hvetur sína menn til að vera samstilltir í leiknum. „Við getum ekki spilað á þá einn á einn. Við þurfum að gera þetta saman, eins og Ísland hefur gert svo mörgum sinnum áður. Við þurfum að vinna saman sem liðsheild, þá eigum við möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00
Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00
Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn