Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2019 10:54 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/EPA Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti. Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.
Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira