Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum haft afskipti af þó nokkuð mörgum einstaklingum vegna fíkniefnamála.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en þar segir meðal annars að karlmaður sem færður var á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnasölu hafi reynst vera með fíkniefni innan klæða.
Þá fundust í fórum hans hnúajárn, lyfseðilsskyld lyf sem ekki hafði verið ávísað á hann og myljara.
Þá reyndist ökumaður sem ók bíl sínum út af í Hvassahrauni verið með fíkniefni í vörslu sinni auk þess sem hann var grunaður um fíkniefnaakstur, sviptur ökuréttindum og á stolinni bifreið.
Fimm ökumenn til viðbótar voru svo teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur og voru tveir þeirra án ökuréttinda.
Tekinn með fíkniefni og hnúajárn

Tengdar fréttir

Stöðvuðu 150 bifreiðar á Reykjanesbraut
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 150 bíla á Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík í gærkvöldi.