Hægri öfgamaður á þrítugsaldri skaut fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í mannskæðustu árás í sögu Nýja-Sjálands. Ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt fjölmiðlum að málið yrði rannsakað en það lá ekki fyrir fyrr en í morgun hvers eðlis rannsóknin yrði.
Sjálfstæð rannsóknarnefnd (e. Royal commission) mun kortleggja ferðir hryðjuverkamannsins á Nýja-Sjálandi og rannsaka tjáningu hans og samtöl á samskiptamiðlum í aðdraganda hryðjuverkaárásarinnar. Yfirleitt er rannsóknarnefndin kölluð til þegar afar umfangsmikil og alvarleg mál koma upp í landinu og varðar þjóðaröryggi.
Vill vita hvort leyniþjónustan hefði getað komið í veg fyrir árásina
The Guardian hefur eftir Ardern að það dugi ekkert minna en sjálfstæða rannsóknarnefnd fyrir jafn alvarlegt mál og hryðjuverkaárásin í Christchurch.Markmiðið með hinni ítarlegu rannsókn er að velta við hverjum steini í málinu. Ardern vill vita hvort og þá hvað lögregluyfirvöld hefðu getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir árásina. Ardern greindi frá þessu á blaðamannafundi í Wellington í morgun.
Leynilögreglan á Nýja-Sjálandi hefur verði harðlega gagnrýnd síðustu daga og ásökuð um að hafa ekki lagt jafn mikla áherslu á að fylgjast með hægri-þjóðarnisöfgamönnum og öfgasinnuðum íslamistum.