Deschamps ræddi ekki við Mbappe um dýfuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 14:15 Kylian Mbappe liggur í grasinu í leiknum gegn Moldóvu á föstudag. Vísir/Getty Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Sjá meira
Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Sjá meira
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00
Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30
Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30