Formúla 1

Schumacher tekur þátt í prófunum með Ferrari

Bragi Þórðarson skrifar
Mick er nú í ökuþóra akademíu Ferrari
Mick er nú í ökuþóra akademíu Ferrari Getty
Heimildir Autosport tímaritsins herma að Mick Schumacher, sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael, muni í fyrsta skiptið taka þátt í prófunum fyrir Formúlu 1 um næstu helgi.

Mick mun keppa sína fyrstu keppni í Formúlu 2 á Barein brautinni um helgina en fyrir hana mun Þjóðverjinn bæði prófa Ferrari SF90 bílinn sem og bíl Alfa Romeo.

Schumacher hefur aldrei ekið nýjum Formúlu 1 bíl en hinn tvítugi Mick keyrði þó gamlan Benetton bíl á Spa brautinni í fyrra. Bíllinn var sá sem faðir hans vann meistaratitilinn á árið 1994.

Þjóðverjinn komst inn í Ferrari akademíuna í vetur eftir frábært gengi í Formúlu 3 á síðastliðnu ári. En eins og flestir vita vann faðir hans, Michael, fimm af sínum sjö titlum með ítalska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×