Katrín um WOW air: Gjaldþrot yrði högg þótt staða hagkerfisins sé góð Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 16:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, segir stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af stöðu WOW air. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45