Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn öflugu frönsku liði sem lék á alls oddi, sérstaklega í seinni hálfleik.
Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta af Twitter í kvöld.
Pavard gæti óvart sett hann hjá nunnu
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) March 25, 2019
Aron Einar er med secret solstice fyrirlidaband
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) March 25, 2019
Hvernig i andskotanum er Albert ekki að spila hjá AZ, glórulaust
— Aron Þrándarson (@aronthrandar) March 25, 2019
Er Diddi Haukamaður alltaf á mæknum þarna í Frakklandi?
— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) March 25, 2019
Þegar Hamrén þjálfaði Svíana komu þeir til baka úr 4-0 á 30 mínútum gegn Þjóðverjum í Berlin. Hann hlýtur að græja 2-2 á korteri á Stade De France #fotbolti
— Smári Jökull Jónsson (@smarijokull) March 25, 2019
Erfitt að meta það í gegnum sjónvarpið en það virkar meiri stemming á þessum leik en í Andorra! Best að spyrja leikmenn eftir leikinn til að vera viss...
— Auðunn Blöndal (@Auddib) March 25, 2019
Birkir Már fer langt á eljunni. 90 leikir í dag fyrir land og þjóð. Þroskast vel og verður bara betri með árunum. C liðs leikmaður í 6.flokki. Bassaspilandi rastafari á unglingsárunum með bandinu Tvítóla. Sýnir æskunni að maður getur allt ef viljinn er fyrir hendi #FotboltiNetpic.twitter.com/V0C3XJDHEh
— Maggi Peran (@maggiperan) March 25, 2019
Kærastan mín spurði hvort þetta væri Isak úr SKAM. Eðlileg spurning if you ask me. pic.twitter.com/SMoSEsymHF
— Elli Joð (@ellijod) March 25, 2019
Það sem ég tek útúr þessum leik er að ég myndi veðja á mér hægra eistanu að Kante myndi klára spóluna í píptesti
— Einar Helgi Helgason (@Einsiii) March 25, 2019