Hamren: Þeir skoruðu of mikið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 22:12 Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. „Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari,“ sagði þjálfarinn við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Frakklandi í leikslok. „Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega.“ „Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar. Þeir skoruðu of mikið.“ Eftir að hafa haldið Frökkum í einu marki í rúman klukkutíma komu þrjú mörk á færibandi á síðustu tuttugu mínútunum. „Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið.“ „Þegar það er 1-0 þá áttum við alltaf möguleika. Birkir Bjarnason átti mjög gott skot sem var varið, en eftir 2-0 þá vissum við að þetta ætti eftir að vera erfitt.“ „Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið.“ „Þeir áttu fimm skot á markið og skoruðu fjögur. Það sýnir gæði.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson voru í fremstu línu hjá Íslandi í kvöld. Var það besta staðan fyrir Gylfa á vellinum? „Já, að sjálfsögðu finnst mér það, þess vegna setti ég hann þangað.“ „Hann er mjög góður í þessari stöðu fyrir okkur. En við vorum ekki með boltann fyrsta hálftímann.“ Hefði íslenska liðið getað gert betur í dag? „Við reyndum hvað við gátum, við hefðum getað byrjað betur og gert betur í lokin, en það þarf líka að sjá að við spiluðum við gott lið sem stóð sig vel í dag.“ Eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni er Ísland með 3 stig úr tveimur útileikjum. Er Hamrén sáttur með þessa fyrstu viku undankeppninnar? „Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira.“ „Með fjögur mörk á okkur þá erum við aðeins svekktari en ef þeir hefðu skorað minna,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. „Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari,“ sagði þjálfarinn við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Frakklandi í leikslok. „Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega.“ „Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar. Þeir skoruðu of mikið.“ Eftir að hafa haldið Frökkum í einu marki í rúman klukkutíma komu þrjú mörk á færibandi á síðustu tuttugu mínútunum. „Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið.“ „Þegar það er 1-0 þá áttum við alltaf möguleika. Birkir Bjarnason átti mjög gott skot sem var varið, en eftir 2-0 þá vissum við að þetta ætti eftir að vera erfitt.“ „Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið.“ „Þeir áttu fimm skot á markið og skoruðu fjögur. Það sýnir gæði.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson voru í fremstu línu hjá Íslandi í kvöld. Var það besta staðan fyrir Gylfa á vellinum? „Já, að sjálfsögðu finnst mér það, þess vegna setti ég hann þangað.“ „Hann er mjög góður í þessari stöðu fyrir okkur. En við vorum ekki með boltann fyrsta hálftímann.“ Hefði íslenska liðið getað gert betur í dag? „Við reyndum hvað við gátum, við hefðum getað byrjað betur og gert betur í lokin, en það þarf líka að sjá að við spiluðum við gott lið sem stóð sig vel í dag.“ Eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni er Ísland með 3 stig úr tveimur útileikjum. Er Hamrén sáttur með þessa fyrstu viku undankeppninnar? „Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira.“ „Með fjögur mörk á okkur þá erum við aðeins svekktari en ef þeir hefðu skorað minna,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira