Gylfi: Frakkar 3-4 númerum of stórir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2019 22:20 „Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Við vorum örugglega að spila á móti besta liði heims. Þeir búa yfir miklum gæðum og þeir spila vel saman. Sóknin þeirra er frábær,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir 4-0 tap fyrir Frakklandi á Stade de France í kvöld. Frakkar komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 þar til 22 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olivier Giroud annað mark heimamanna og þeir bættu svo tveimur mörkum við undir lokin. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Við erum mjög ósáttir við það en þeir fengu það mörg færi að þeir hefðu getað skorað á annan hátt,“ sagði Gylfi. „Staðan var 1-0 og við ætluðum að reyna að halda henni þannig. Í stöðunni 2-0 þurftum við að taka áhættu og þeir eru duglegir að refsa.“ Frakkar einokuðu boltann í leiknum og þegar Íslendingar unnu hann töpuðu þeir honum fljótt aftur. „Mjög illa,“ sagði Gylfi, aðspurður um hvernig íslenska liðinu hefði gengið að halda boltanum í leiknum. „Við vorum mjög aftarlega og þegar við unnum boltann voru fáir frammi. Við vorum ekki með neina kantmenn í dag og það var því erfitt fyrir mig og Albert [Guðmundsson] að halda boltanum. Spilið var langt frá því að vera nógu gott.“ Gylfi lék í fremstu víglínu í leiknum í dag. En hefði hann viljað leika á miðjunni? „Já og nei. Ég er sáttur í báðum stöðum. Ég hefði kannski verið meira í boltanum ef ég hefði verið aftar. En við vorum það lítið með boltann að ég held að það hafi ekki skipt máli,“ sagði Gylfi. Hann segir að franska liðið hafi einfaldlega verið miklu sterkara í leiknum í dag. „Þeir voru svona 3-4 númerum of stórir. Þeir eru örugglega besta lið heims í dag ásamt Belgum. Þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að fá þrjú stig en heimaleikurinn gegn þeim skiptir meira máli. Við erum mjög svekktir með úrslitin og frammistöðuna,“ sagði Gylfi að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Við vorum örugglega að spila á móti besta liði heims. Þeir búa yfir miklum gæðum og þeir spila vel saman. Sóknin þeirra er frábær,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir 4-0 tap fyrir Frakklandi á Stade de France í kvöld. Frakkar komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 þar til 22 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olivier Giroud annað mark heimamanna og þeir bættu svo tveimur mörkum við undir lokin. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Við erum mjög ósáttir við það en þeir fengu það mörg færi að þeir hefðu getað skorað á annan hátt,“ sagði Gylfi. „Staðan var 1-0 og við ætluðum að reyna að halda henni þannig. Í stöðunni 2-0 þurftum við að taka áhættu og þeir eru duglegir að refsa.“ Frakkar einokuðu boltann í leiknum og þegar Íslendingar unnu hann töpuðu þeir honum fljótt aftur. „Mjög illa,“ sagði Gylfi, aðspurður um hvernig íslenska liðinu hefði gengið að halda boltanum í leiknum. „Við vorum mjög aftarlega og þegar við unnum boltann voru fáir frammi. Við vorum ekki með neina kantmenn í dag og það var því erfitt fyrir mig og Albert [Guðmundsson] að halda boltanum. Spilið var langt frá því að vera nógu gott.“ Gylfi lék í fremstu víglínu í leiknum í dag. En hefði hann viljað leika á miðjunni? „Já og nei. Ég er sáttur í báðum stöðum. Ég hefði kannski verið meira í boltanum ef ég hefði verið aftar. En við vorum það lítið með boltann að ég held að það hafi ekki skipt máli,“ sagði Gylfi. Hann segir að franska liðið hafi einfaldlega verið miklu sterkara í leiknum í dag. „Þeir voru svona 3-4 númerum of stórir. Þeir eru örugglega besta lið heims í dag ásamt Belgum. Þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að fá þrjú stig en heimaleikurinn gegn þeim skiptir meira máli. Við erum mjög svekktir með úrslitin og frammistöðuna,“ sagði Gylfi að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35
Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58
Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12
Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45
Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07
Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53