Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn Einar Kárason skrifar 26. mars 2019 07:00 Það líður varla sá dagur að ekki sé ráðist í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins af offorsi á stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í Staksteinum og leiðurum er hamast á borgarstjórninni, og á sama tíma keppast fulltrúar minnihlutans, með Miðflokkinn fremstan, við að gera allt tortryggilegt sem borgin aðhefst og gjarnan með dylgjum um svik, lögleysu og spillingu. Þetta hefur gengið svo langt síðasta árið að það er jafnvel eins og stuðningsfólk meirihlutans sé sumpart farið að trúa því að í borginni sé allt í kaldakoli, ef marka má skoðanakannanir. Nýjasta dæmið um þennan vanstillta óhróður er pistill á baksíðu síðasta Helgarfréttablaðs þar sem sagt er að borgarstjórninni sé sama um þótt skólabörn veikist af myglusveppaeitrun. Á sama tíma er það borðleggjandi að í borginni stendur yfir merkilegt uppbyggingarskeið með framkvæmdum út um allt og jafnframt er það staðreynd sem auðvelt er að lesa út úr beinhörðum tölum að rekstur borgarinnar er á fínu róli og með góðum afgangi. Auðvitað koma upp mál eins og um hinn umtalaða bragga í Nauthólsvík, en einnig í því máli hefur verið ýkt og logið, meðal annars um umfang verksins, og jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi og fjölmörg af þeim dæmum eru á miklu stærri skala; má þar nefna framúrkeyrslur í byggingaframkvæmdum í borgarstjóratíð þess sem nú ritstýrir Morgunblaðinu. Þráhyggjan um borgarstjórnina gæti virst ókunnugum eins og Reykjavík væri eina sveitarfélagið á landinu, og þessvegna þyrfti aldrei að minnast á önnur. En auðvitað er það ekki svo, og þetta er ekki einu sinni eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið í suðurátt er samfelld byggð Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem samanlagt slagar í stærð upp í borgina. Samt var í baráttunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar reynt að láta áætlanir um borgarlínu hljóma eins og þar færi prívatdella Reykjavíkur, eða hrein geðbilun borgarstjórans, þótt staðreyndin væri sú að þar væri á ferðinni samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hið fíngerða ryk sem verður til þegar stálnaglar bíldekkja höggva í malbik og fer að rjúka upp í þurrviðri þegar það losnar úr snjó eða klaka er útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. Sama má segja um tilheyrandi slit á malbiki. Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda. Sumt af hinum daglega rógi um borgarstjórn er jafnvel svo fáránlegt að það verður aðhlátursefni vísindamanna, eins og kenningar um geislun við Úlfarsfell. Munum það aftur að borgin er að taka stakkaskiptum til hins betra, og að við getum verið stolt af forystu okkar í þeim efnum. Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þessvegna eru þeir svona brjálaðir.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það líður varla sá dagur að ekki sé ráðist í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins af offorsi á stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í Staksteinum og leiðurum er hamast á borgarstjórninni, og á sama tíma keppast fulltrúar minnihlutans, með Miðflokkinn fremstan, við að gera allt tortryggilegt sem borgin aðhefst og gjarnan með dylgjum um svik, lögleysu og spillingu. Þetta hefur gengið svo langt síðasta árið að það er jafnvel eins og stuðningsfólk meirihlutans sé sumpart farið að trúa því að í borginni sé allt í kaldakoli, ef marka má skoðanakannanir. Nýjasta dæmið um þennan vanstillta óhróður er pistill á baksíðu síðasta Helgarfréttablaðs þar sem sagt er að borgarstjórninni sé sama um þótt skólabörn veikist af myglusveppaeitrun. Á sama tíma er það borðleggjandi að í borginni stendur yfir merkilegt uppbyggingarskeið með framkvæmdum út um allt og jafnframt er það staðreynd sem auðvelt er að lesa út úr beinhörðum tölum að rekstur borgarinnar er á fínu róli og með góðum afgangi. Auðvitað koma upp mál eins og um hinn umtalaða bragga í Nauthólsvík, en einnig í því máli hefur verið ýkt og logið, meðal annars um umfang verksins, og jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi og fjölmörg af þeim dæmum eru á miklu stærri skala; má þar nefna framúrkeyrslur í byggingaframkvæmdum í borgarstjóratíð þess sem nú ritstýrir Morgunblaðinu. Þráhyggjan um borgarstjórnina gæti virst ókunnugum eins og Reykjavík væri eina sveitarfélagið á landinu, og þessvegna þyrfti aldrei að minnast á önnur. En auðvitað er það ekki svo, og þetta er ekki einu sinni eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið í suðurátt er samfelld byggð Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem samanlagt slagar í stærð upp í borgina. Samt var í baráttunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar reynt að láta áætlanir um borgarlínu hljóma eins og þar færi prívatdella Reykjavíkur, eða hrein geðbilun borgarstjórans, þótt staðreyndin væri sú að þar væri á ferðinni samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hið fíngerða ryk sem verður til þegar stálnaglar bíldekkja höggva í malbik og fer að rjúka upp í þurrviðri þegar það losnar úr snjó eða klaka er útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. Sama má segja um tilheyrandi slit á malbiki. Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda. Sumt af hinum daglega rógi um borgarstjórn er jafnvel svo fáránlegt að það verður aðhlátursefni vísindamanna, eins og kenningar um geislun við Úlfarsfell. Munum það aftur að borgin er að taka stakkaskiptum til hins betra, og að við getum verið stolt af forystu okkar í þeim efnum. Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þessvegna eru þeir svona brjálaðir.Höfundur er rithöfundur
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun