Fótbolti

„Hvað þarf að gerast til að fótboltinn taki heilahristing alvarlega?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Schär fékk meðhöndlun í um fimm mínútur áður en hann hélt leik áfram
Schär fékk meðhöndlun í um fimm mínútur áður en hann hélt leik áfram vísir/epa
Góðgerðarsamtökin Headway, samtök höfuðmeiðsla, eru reið UEFA fyrir að leyfa Fabian Schär að klára leik Sviss og Georgíu á dögunum og heimta formlega rannsókn frá sambandinu. Breska blaðið Times greinir frá.

Snemma í leiknum skullu Schär og Jemal Tabidze saman með þeim afleyðingum að báðir lágu óvígir eftir og Schär varð meðvitundarlaus í stutta stund.

Jano Ananidze, leikmaður Georgíu, hljóp til og sá til þess að Schär kafnaði ekki þar sem tunga hans hafði fallið aftur í hálsinn. Schär fékk svo meðferð hjá læknateymi Sviss og hélt áfram leik.

Eftir leikinn sagði Schär að hann myndi ekki eftir atvikinu og það suðaði enn í höfðinu á honum.

„Hvað þarf að gerast til þess að fótboltinn taki heilahristing alvarlega?“ sagði Peter McCabe, formaður Headway.

„Ákvörðunin um að leyfa Fabian Schär að halda áfram leik eftir augljósan heilahristing var ekki aðeins ótrúlega hættuleg heldur hunsaði líka allar skyldur.“

„Við förum fram á það að UEFA hefji rannsókon á málinu.

Svissneska knattspyrnusambandið sagði að ástand Schär hefði verið kannað eftir öllum reglum og ekkert hafi komið upp. Eftir leikinn var hann rannsakaður frekar og niðurstöðurnar voru eðlilegar.

Schär verður ekki með í leik Sviss gegn Danmörku í kvöld og þá verður hann ekki með í næsta leik Newcastle þar sem hann situr leikbann vegna fjölda gulra spjalda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×