Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 13:00 Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum að gefa hestunum sínum hey úr rúllu. Fréttablaðið/Daníel Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira