Yrði eins og hver annar aflabrestur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. mars 2019 20:00 Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW air fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. Ýmsir hafa teiknað upp dökkar sviðsmyndir í efnahagslífinu takist ekki að bjarga WOW air. Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands tekur ekki svo djúpt í árina. Áhrif á fjármálakerfið yrðu til dæmis afar lítil. „Skuldbindingar fyrirtækisins í íslenskum fjármálafyrirtækjum eru afar lítil svo að fyrsta kastið hefði fall fyrirtækisins afar lítil áhrif,“ segir Harpa. Þá segir hún að áhrif á efnahagslífið yrðu minni en svartsýnustu raddir hafa haldið fram. „Ef það dregur úr ferðamannastraumnum þá minnka náttúrulega útflutningstekjur þjóðarinnar en þetta yrði ekki meiri búhnykkur en hver annar aflabrestur og við höfum oft farið í gegnum það,“ segir Harpa. Hún telur að markaðurinn verði fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum gangi dæmið ekki upp hjá WOW. [ „Þeir sem fljúga til og frá landinu núna munu pikka upp það sem er arðsamt, það eru einfaldlega markaðslögmál,“ segir Harpa. Hún segir hins vegar að ef WOW air haldi flugi muni það hafa ótvírætt hafa jákvæð áhrif. „Það væri afskaplega jákvætt ef við fáum ekki þetta áfall yfir okkur núna það yrði afskaplega jákvætt,“ segir Harpa að lokum. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW air fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. Ýmsir hafa teiknað upp dökkar sviðsmyndir í efnahagslífinu takist ekki að bjarga WOW air. Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands tekur ekki svo djúpt í árina. Áhrif á fjármálakerfið yrðu til dæmis afar lítil. „Skuldbindingar fyrirtækisins í íslenskum fjármálafyrirtækjum eru afar lítil svo að fyrsta kastið hefði fall fyrirtækisins afar lítil áhrif,“ segir Harpa. Þá segir hún að áhrif á efnahagslífið yrðu minni en svartsýnustu raddir hafa haldið fram. „Ef það dregur úr ferðamannastraumnum þá minnka náttúrulega útflutningstekjur þjóðarinnar en þetta yrði ekki meiri búhnykkur en hver annar aflabrestur og við höfum oft farið í gegnum það,“ segir Harpa. Hún telur að markaðurinn verði fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum gangi dæmið ekki upp hjá WOW. [ „Þeir sem fljúga til og frá landinu núna munu pikka upp það sem er arðsamt, það eru einfaldlega markaðslögmál,“ segir Harpa. Hún segir hins vegar að ef WOW air haldi flugi muni það hafa ótvírætt hafa jákvæð áhrif. „Það væri afskaplega jákvætt ef við fáum ekki þetta áfall yfir okkur núna það yrði afskaplega jákvætt,“ segir Harpa að lokum.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42
Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59