Útlánatöp ógna ekki bönkunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. mars 2019 07:00 Ásgeir Jónsson segir að það hafi verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafi að einhverju leyti tekið þátt í því. Fréttablaðið/Ernir Fari svo að flugfélagið WOW air yrði gjaldþrota hefði það í fyrstu „mjög óveruleg áhrif“ á bankakerfið. „Helstu skuldir flugfélaga eru við flugvélaeigendur. Þau leigja ýmist flugvélar eða eru með þær á kaupleigu,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, í samtali við Markaðinn. „Því næst vaknar spurningin hversu hratt keppinautar bregðast við því að sætaframboð hefur dregist saman. Um það ríkir óvissa. Það gæti orðið samdráttur í ferðaþjónustu sem gæti smitast á aðrar atvinnugreinar. En reikna má með að útlánatöp banka yrðu ekki stórvægileg. Þeir eru vel í stakk búnir að mæta áföllum sem þessu. Bankarnir hafa há eiginfjárhlutföll og útlán til ferðaþjónustu eru um tíu prósent af útlánasafninu. Ekki er útilokað að útlánatöp myndu draga eitthvað úr arðsemi þeirra. Hafa ber í huga að jafnvel þótt færri ferðamenn sæki landið heim í ár mun engu að síður fjöldi ferðamanna koma hingað. Áhrifin á efnahagslífið gætu minnt á aflabrest,“ segir hún. Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að umfang útlána til ferðaþjónustu sé fremur lítið í heildarsamhengi auk þess sem íslensku bankarnir séu með mjög mikið eigið fé. Þess vegna muni útlánatöp í ferðaþjónustu ekki verða ógn við bankana jafnvel þótt mögulegt gjaldþrot WOW air hefði neikvæð áhrif á önnur fyrirtæki í atvinnugreininni. Framlegð þeirra af reglulegum rekstri sé hins vegar það lág að komi til útlánatapa muni þau þurrka út hagnað bankanna í ár.Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, ásamt Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.Gullgrafaraæði „Það hefur verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafa að einhverju leyti tekið þátt í því. Sum útlánin byggja á forsendum um tekjustreymi og vöxt sem eru augljóslega ekki að fara að ganga eftir. Undanfarin ár voru að mörgu leyti óvenjuleg. Allar stjörnur röðuðust upp okkur til heilla. Það gat ekki staðið til langframa: Lágt verð á olíu og öðrum hrávörum og 30 prósent fjölgun ferðamanna á hverju ári. Á sama tíma fékk ríkissjóður gífurlegar fjárhæðir afhentar frá kröfuhöfum föllnu bankanna sem stöðugleikaframlög. Það er því líklegt að niðursveifla í ferðaþjónustu muni bitna á rekstri bankanna. Það ferli hófst raunar á síðasta ári – eftir það tók að hægja á komum ferðamanna. Mögulegt gjaldþrot WOW air mun þyngja róðurinn verulega fyrir mörg fyrirtæki í greininni – sem nú þegar þurfa að glíma við þungan rekstur. Rútufyrirtæki og fleiri hafa til að mynda verið rekin með tapi að undanförnu. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir áhrifum á fjölda ferðamanna í ár ef flugfélagið verður gjaldþrota,“ segir hann. Fasteignir og flugvélar Fjárbinding í ferðaþjónustu liggur einkum í fasteignum og flugvélum. „Það er hætt við að boginn hafi verið spenntur of hátt. Fjárfestar hafi til að mynda haft óraunhæfar væntingar um þær leigutekjur sem húsnæði getur skilað til lengri tíma – hvort sem miðað er við verslun, veitingar eða gistingu. Nú þegar er ljóst að veitingarekstur og fleiri greinar standa vart undir núverandi leigu. Og svo bætast ýmsir aðrir liðir við – líkt og fasteignagjöld. Mögulega munu bankar þurfa ganga að fasteignum í kjölfar vanskila, en fasteignirnar eru trygg veð. Ferðaþjónustan er framtíðargrein á Íslandi – og að sumu leyti er hægari vöxtur hollari en hið mikla óðagot sem hefur verið í gangi. Fjárfestingarnar munu því skila arði til lengri tíma jafnvel þótt það komi tímabundið bakslag,“ segir hann. Ásgeiri þykir ólíklegt að erfiðleikar í ferðaþjónustu muni smitast yfir í byggingariðnað – að minnsta kosti ekki til skemmri tíma. Að undanförnu hafi verktakar einkum verið að reisa íbúðarhúsnæði en ekki hótel. „Það er töluverð íbúðaþörf og því mun ekki gæta mikilla áhrifa þar svona fyrsta kastið.“Lánuðu 233 milljarða til ferðaþjónustu Bankarnir höfðu við áramót lánað um 233 milljarða króna í atvinnugreinina, samkvæmt opinberum gögnum. Um tíu prósent útlána viðskiptabankanna þriggja eru til ferðaþjónustu. Arion banki hafði lánað minnst eða sex prósent af lánasafninu. Það gerir um 50 milljarða króna, Landsbankinn lánaði um átta prósent af lánasafninu eða um 81 milljarð króna – við það bætast um tíu milljarðar króna sem bankinn lánaði Icelandair Group nýverið – og Íslandsbanki tólf prósent eða 102 milljarða króna. Hafa verður í huga að skilgreining bankanna á því hvað tilheyri ferðaþjónustu kann að vera ólík. Seðlabankinn birti niðurstöður álagsprófs á bönkunum í ritinu Fjármálastöðugleika í haust. Teiknuð var upp sviðsmynd sem spannaði þriggja ára tímabil og fól í sér mikinn samdrátt í útflutningi, verulega rýrnun viðskiptakjara, lækkað lánshæfismat og hærri fjármagnskostnað innlendra aðila. Þá veikist krónan verulega í sviðsmyndinni, verðbólga eykst, vextir hækka, fjárfesting minnkar, kaupmáttur minnkar og atvinnuleysi eykst. Samtals dregst verg landsframleiðsla saman um 6,5% fyrstu tvö árin. „Niðurstöður álagsprófsins eru á þann veg að eiginfjárhlutföll bankanna lækka að meðaltali um liðlega 4,5 prósent. Þar sem eiginfjárhlutföllin eru tiltölulega há myndu þeir standa slíkt áfall ágætlega af sér. Engu að síður myndu þeir þurfa að ganga á eiginfjárauka sem lagðir eru á til þess að mæta tapi vegna fjármálaáfalls,“ segir í ritinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fari svo að flugfélagið WOW air yrði gjaldþrota hefði það í fyrstu „mjög óveruleg áhrif“ á bankakerfið. „Helstu skuldir flugfélaga eru við flugvélaeigendur. Þau leigja ýmist flugvélar eða eru með þær á kaupleigu,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, í samtali við Markaðinn. „Því næst vaknar spurningin hversu hratt keppinautar bregðast við því að sætaframboð hefur dregist saman. Um það ríkir óvissa. Það gæti orðið samdráttur í ferðaþjónustu sem gæti smitast á aðrar atvinnugreinar. En reikna má með að útlánatöp banka yrðu ekki stórvægileg. Þeir eru vel í stakk búnir að mæta áföllum sem þessu. Bankarnir hafa há eiginfjárhlutföll og útlán til ferðaþjónustu eru um tíu prósent af útlánasafninu. Ekki er útilokað að útlánatöp myndu draga eitthvað úr arðsemi þeirra. Hafa ber í huga að jafnvel þótt færri ferðamenn sæki landið heim í ár mun engu að síður fjöldi ferðamanna koma hingað. Áhrifin á efnahagslífið gætu minnt á aflabrest,“ segir hún. Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að umfang útlána til ferðaþjónustu sé fremur lítið í heildarsamhengi auk þess sem íslensku bankarnir séu með mjög mikið eigið fé. Þess vegna muni útlánatöp í ferðaþjónustu ekki verða ógn við bankana jafnvel þótt mögulegt gjaldþrot WOW air hefði neikvæð áhrif á önnur fyrirtæki í atvinnugreininni. Framlegð þeirra af reglulegum rekstri sé hins vegar það lág að komi til útlánatapa muni þau þurrka út hagnað bankanna í ár.Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, ásamt Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.Gullgrafaraæði „Það hefur verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafa að einhverju leyti tekið þátt í því. Sum útlánin byggja á forsendum um tekjustreymi og vöxt sem eru augljóslega ekki að fara að ganga eftir. Undanfarin ár voru að mörgu leyti óvenjuleg. Allar stjörnur röðuðust upp okkur til heilla. Það gat ekki staðið til langframa: Lágt verð á olíu og öðrum hrávörum og 30 prósent fjölgun ferðamanna á hverju ári. Á sama tíma fékk ríkissjóður gífurlegar fjárhæðir afhentar frá kröfuhöfum föllnu bankanna sem stöðugleikaframlög. Það er því líklegt að niðursveifla í ferðaþjónustu muni bitna á rekstri bankanna. Það ferli hófst raunar á síðasta ári – eftir það tók að hægja á komum ferðamanna. Mögulegt gjaldþrot WOW air mun þyngja róðurinn verulega fyrir mörg fyrirtæki í greininni – sem nú þegar þurfa að glíma við þungan rekstur. Rútufyrirtæki og fleiri hafa til að mynda verið rekin með tapi að undanförnu. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir áhrifum á fjölda ferðamanna í ár ef flugfélagið verður gjaldþrota,“ segir hann. Fasteignir og flugvélar Fjárbinding í ferðaþjónustu liggur einkum í fasteignum og flugvélum. „Það er hætt við að boginn hafi verið spenntur of hátt. Fjárfestar hafi til að mynda haft óraunhæfar væntingar um þær leigutekjur sem húsnæði getur skilað til lengri tíma – hvort sem miðað er við verslun, veitingar eða gistingu. Nú þegar er ljóst að veitingarekstur og fleiri greinar standa vart undir núverandi leigu. Og svo bætast ýmsir aðrir liðir við – líkt og fasteignagjöld. Mögulega munu bankar þurfa ganga að fasteignum í kjölfar vanskila, en fasteignirnar eru trygg veð. Ferðaþjónustan er framtíðargrein á Íslandi – og að sumu leyti er hægari vöxtur hollari en hið mikla óðagot sem hefur verið í gangi. Fjárfestingarnar munu því skila arði til lengri tíma jafnvel þótt það komi tímabundið bakslag,“ segir hann. Ásgeiri þykir ólíklegt að erfiðleikar í ferðaþjónustu muni smitast yfir í byggingariðnað – að minnsta kosti ekki til skemmri tíma. Að undanförnu hafi verktakar einkum verið að reisa íbúðarhúsnæði en ekki hótel. „Það er töluverð íbúðaþörf og því mun ekki gæta mikilla áhrifa þar svona fyrsta kastið.“Lánuðu 233 milljarða til ferðaþjónustu Bankarnir höfðu við áramót lánað um 233 milljarða króna í atvinnugreinina, samkvæmt opinberum gögnum. Um tíu prósent útlána viðskiptabankanna þriggja eru til ferðaþjónustu. Arion banki hafði lánað minnst eða sex prósent af lánasafninu. Það gerir um 50 milljarða króna, Landsbankinn lánaði um átta prósent af lánasafninu eða um 81 milljarð króna – við það bætast um tíu milljarðar króna sem bankinn lánaði Icelandair Group nýverið – og Íslandsbanki tólf prósent eða 102 milljarða króna. Hafa verður í huga að skilgreining bankanna á því hvað tilheyri ferðaþjónustu kann að vera ólík. Seðlabankinn birti niðurstöður álagsprófs á bönkunum í ritinu Fjármálastöðugleika í haust. Teiknuð var upp sviðsmynd sem spannaði þriggja ára tímabil og fól í sér mikinn samdrátt í útflutningi, verulega rýrnun viðskiptakjara, lækkað lánshæfismat og hærri fjármagnskostnað innlendra aðila. Þá veikist krónan verulega í sviðsmyndinni, verðbólga eykst, vextir hækka, fjárfesting minnkar, kaupmáttur minnkar og atvinnuleysi eykst. Samtals dregst verg landsframleiðsla saman um 6,5% fyrstu tvö árin. „Niðurstöður álagsprófsins eru á þann veg að eiginfjárhlutföll bankanna lækka að meðaltali um liðlega 4,5 prósent. Þar sem eiginfjárhlutföllin eru tiltölulega há myndu þeir standa slíkt áfall ágætlega af sér. Engu að síður myndu þeir þurfa að ganga á eiginfjárauka sem lagðir eru á til þess að mæta tapi vegna fjármálaáfalls,“ segir í ritinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00