Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2019 06:00 Bláskógabyggð leyfir 30 manna gistiskála í Botnsúlum. Vísir/Vilhelm „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Samráð um þann grundvallarþátt málsins, hvort stofna skuli þjóðgarð á miðhálendinu, hefur ekki átt sér stað,“ segir í bókuninni. Að sögn sveitarstjórnarinnar er stöðugt vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir landsvæði innan eigin sveitarfélagsmarka. „Í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn til dæmis í viðhaldi vega, fráveitumálum og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins,“ segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika má búast við að heimamenn dragi sig til hlés. Gera má ráð fyrir að öll sú vinna og fjármagn sem heimafólk hefur lagt til hálendisins muni færast yfir til ríkisins,“ heldur sveitarstjórnin áfram. „Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað.“ Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin framkvæmdir við sex fjallaskála þar sem bæta á við gistiplássi fyrir samtals 230 manns. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Skipulag Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00 Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25 Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Samráð um þann grundvallarþátt málsins, hvort stofna skuli þjóðgarð á miðhálendinu, hefur ekki átt sér stað,“ segir í bókuninni. Að sögn sveitarstjórnarinnar er stöðugt vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir landsvæði innan eigin sveitarfélagsmarka. „Í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn til dæmis í viðhaldi vega, fráveitumálum og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins,“ segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika má búast við að heimamenn dragi sig til hlés. Gera má ráð fyrir að öll sú vinna og fjármagn sem heimafólk hefur lagt til hálendisins muni færast yfir til ríkisins,“ heldur sveitarstjórnin áfram. „Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað.“ Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin framkvæmdir við sex fjallaskála þar sem bæta á við gistiplássi fyrir samtals 230 manns.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Skipulag Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00 Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25 Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00
Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25
Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00