Innlent

Bein út­sending: Seðla­banka­stjóri kemur fyrir stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundinum í morgun.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm
Opinn fundur hefst klukkan 9 í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem á dagskrá verða lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.

Tilefnið er svokallað Samherjamál þar sem Seðlabankinn lagði fimmtán milljóna króna sekt á Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hæstiréttur dæmdi þá sekt ógilda í nóvember síðastliðnum og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun koma fyrir nefndina ásamt lögfræðingi en fyrst mun Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs, sitja fyrir svörum.

Fyrr í þessum mánuði kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fyrir nefndina. Í máli hans kom meðal annars fram að Samherjamálið væri ágætis dæmi um það að það væri óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga væri á einni hendi. Þá sagði hann að sér væri misboðið fyrir hönd þeirra borgara sem hlut áttu að Samherjamálinu. 

Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál

Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×