Kveisustingur en ekki frostlögur sem fór illa í hundinn Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2019 11:22 Þetta er Neró, tveggja ára gamall Labrador-hundur, sömu tegundar og sá hundur sem veiktist illa eftir gönguferð við golfvöllinn á Hvaleyrarholti. visir/vilhelm „Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting. Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
„Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting.
Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33