Forstjóri Isavia segir horft til viðskiptahagsmuna í samskiptum við flugfélög Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 20:00 Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira