„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2019 19:30 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15