Höfnunin varð til heilla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2019 06:30 „Maður verður að horfa á það jákvæða,“ segir Benedikt sem hefur sótt um í listdansskóla í útlöndum. Fréttablaðið/Valli Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Sjá meira
Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Sjá meira