30 ára Grettis-gáta loksins leyst í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 10:56 Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Vísir/Getty Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019 Frakkland Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019
Frakkland Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira