Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 13:02 Önnur vélanna á Keflavíkurflugvelli í gær. vísir/vilhelm Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33