Erlent

Leik­stjórinn Agnès Varda er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Agnes Varda varð níutíu ára.
Agnes Varda varð níutíu ára. Getty
Fransk-belgíski kvikmyndaleikstjórinn Agnès Varda er látin, níutíu ára að aldri. Varda lést á heimili sínu, en hún hafði glímt við krabbamein.

Varda varð árið 2017 fyrsti kvenleikstjórinn til að taka á móti heiðursverðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Hún fæddist í Belgíu árið 1928 og hóf feril sinn árið 1945. Hún gegndi lykilhlutverki í frönsku nýbylgjunni innan kvikmyndagerðarlistarinnar á sjöunda áratugnum með kvikmyndum á borð við Cleo frá 5 til 7, Le Bonheur og Les Créatures.

Á tíunda áratugnum leikstýrði hún myndunum Litli Jacques frá Nantes og Stelpurnar verða 25 og L'Univers de Jacques Demy, mynd sem byggði á ævi starfsbróður síns Jacques Demy.

Meðal þekktustu heimildarmynda hennar eru Daguerréotypes frá 1975 og Mur-Mummel frá 1980 og Faces, places sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×