Flugvélar sem reðurtákn Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 13:29 Nú eru uppi þær umdeildu kenningar að eigendur flugfélaga séu upp til hópa ábyrgðarlausir karlmenn og því sé nú svo illa komið með flugrekstur. Á samfélagsmiðlum og víðar leita menn nú dyrum og dyngjum eftir mögulegum ástæðum fyrir því hvernig á því stóð að svo illa fór sem raun ber vitni með WOW air og fall þess. Meðal þess sem menn hafa fitjað uppá er að eigendur flugfélaganna séu ábyrgðarlausir hvítir karlmenn. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.Meðal þeirra sem gefur það til kynna með "læki" að Sóley eigi kollgátuna er alþingismaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en ekki varð það til þess að Sóley rifaði seglin með þetta sjónarmið, nema síður sé.Björn Ingi Hrafnsson, eiganda vefsíðunnar Viljinn, er einn þeirra sem telja þessar bollaleggingar afar ósmekklegar í pistli þar sem hann vildi benda á að konur hafi síður en svo verið áhrifalausar innan veggja WOW air. Björn Ingi bryddaði uppá því sjónarmiði að Sóley væri með þessu að gera lítið úr konum og þeirra hlut. Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga. „Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“ Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.Björn Kos eigandi Norwegian.Michael O´Leary, eigandi Ryanair.Steven Greenway eigandi Swoop Airlines. Samfélagsmiðlar WOW Air Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og víðar leita menn nú dyrum og dyngjum eftir mögulegum ástæðum fyrir því hvernig á því stóð að svo illa fór sem raun ber vitni með WOW air og fall þess. Meðal þess sem menn hafa fitjað uppá er að eigendur flugfélaganna séu ábyrgðarlausir hvítir karlmenn. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.Meðal þeirra sem gefur það til kynna með "læki" að Sóley eigi kollgátuna er alþingismaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en ekki varð það til þess að Sóley rifaði seglin með þetta sjónarmið, nema síður sé.Björn Ingi Hrafnsson, eiganda vefsíðunnar Viljinn, er einn þeirra sem telja þessar bollaleggingar afar ósmekklegar í pistli þar sem hann vildi benda á að konur hafi síður en svo verið áhrifalausar innan veggja WOW air. Björn Ingi bryddaði uppá því sjónarmiði að Sóley væri með þessu að gera lítið úr konum og þeirra hlut. Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga. „Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“ Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.Björn Kos eigandi Norwegian.Michael O´Leary, eigandi Ryanair.Steven Greenway eigandi Swoop Airlines.
Samfélagsmiðlar WOW Air Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira