Flugvélar sem reðurtákn Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 13:29 Nú eru uppi þær umdeildu kenningar að eigendur flugfélaga séu upp til hópa ábyrgðarlausir karlmenn og því sé nú svo illa komið með flugrekstur. Á samfélagsmiðlum og víðar leita menn nú dyrum og dyngjum eftir mögulegum ástæðum fyrir því hvernig á því stóð að svo illa fór sem raun ber vitni með WOW air og fall þess. Meðal þess sem menn hafa fitjað uppá er að eigendur flugfélaganna séu ábyrgðarlausir hvítir karlmenn. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.Meðal þeirra sem gefur það til kynna með "læki" að Sóley eigi kollgátuna er alþingismaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en ekki varð það til þess að Sóley rifaði seglin með þetta sjónarmið, nema síður sé.Björn Ingi Hrafnsson, eiganda vefsíðunnar Viljinn, er einn þeirra sem telja þessar bollaleggingar afar ósmekklegar í pistli þar sem hann vildi benda á að konur hafi síður en svo verið áhrifalausar innan veggja WOW air. Björn Ingi bryddaði uppá því sjónarmiði að Sóley væri með þessu að gera lítið úr konum og þeirra hlut. Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga. „Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“ Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.Björn Kos eigandi Norwegian.Michael O´Leary, eigandi Ryanair.Steven Greenway eigandi Swoop Airlines. Samfélagsmiðlar WOW Air Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og víðar leita menn nú dyrum og dyngjum eftir mögulegum ástæðum fyrir því hvernig á því stóð að svo illa fór sem raun ber vitni með WOW air og fall þess. Meðal þess sem menn hafa fitjað uppá er að eigendur flugfélaganna séu ábyrgðarlausir hvítir karlmenn. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.Meðal þeirra sem gefur það til kynna með "læki" að Sóley eigi kollgátuna er alþingismaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en ekki varð það til þess að Sóley rifaði seglin með þetta sjónarmið, nema síður sé.Björn Ingi Hrafnsson, eiganda vefsíðunnar Viljinn, er einn þeirra sem telja þessar bollaleggingar afar ósmekklegar í pistli þar sem hann vildi benda á að konur hafi síður en svo verið áhrifalausar innan veggja WOW air. Björn Ingi bryddaði uppá því sjónarmiði að Sóley væri með þessu að gera lítið úr konum og þeirra hlut. Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga. „Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“ Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.Björn Kos eigandi Norwegian.Michael O´Leary, eigandi Ryanair.Steven Greenway eigandi Swoop Airlines.
Samfélagsmiðlar WOW Air Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira