Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 15:55 Búast má við að afbókanir vegna falls Wow air komi fram á næstu dögum og vikum. Vísir/Hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43