Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 15:57 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að greiða þeim félagsmönnum VR sem störfuðu hjá WOW air laun um mánaðamótin. 250 félagsmenn VR störfuðu hjá flugfélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greindi fréttastofu frá þessu eftir að forsvarsmenn stéttarfélagsins höfðu fundað í dag með félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Verða laun greidd út frá því sem starfsmennirnir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa og mun stéttarfélagið síðan gera kröfu í ábyrgðarsjóðinn. Ragnar Þór sagði ástand félagsmannanna sem störfuðu hjá VR eftir atvikum ágætt en auðvitað sé um mikið áfall að ræða. Hann sagði VR ætla að aðstoða félagsmenn sína í atvinnuleit og að stéttarfélagið muni veita þeim eftir fremsta megni stuðning. Hann sagði erfitt að svara því hvort hann búist við að fleiri félagsmenn VR muni missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air. Um sé að ræða mikinn skell og hann muni ekki eftir jafn miklum fjölda uppsagna. Þjóðfélagið þurfi nú að vinna úr þessu áfalli í sameiningu og komast aftur á réttan kjöl. Uppfært klukkan 16:40: VR sendi frá sér tilkynningu um málið rétt í þessu sem má lesa hér fyrir neðan:VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum á uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað inn gögnum vegna málsins. Þess vegna er mikilvægt að allir skili inn til VR launaseðlum sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og öðrum gögnum er tengjast vinnusambandinu. Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa upp að hámarki kr. 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti. Hér eru frekari upplýsingar um gjaldþrot fyrirtækja og réttarstöðu starfsmanna.VR vill benda félagsmönnum á að mikilvægt er að þeir skrái sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun sem allra fyrst þar sem bætur eru greiddar frá þem degi sem umsókn berst auk þess sem slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.Sjá hér vef Vinnumálastofnunar.Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðasjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.Ef þú hefur frekari spurningar um réttarstöðu þína hafðu samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða sendu fyrirspurn á vr@vr.is. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að greiða þeim félagsmönnum VR sem störfuðu hjá WOW air laun um mánaðamótin. 250 félagsmenn VR störfuðu hjá flugfélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greindi fréttastofu frá þessu eftir að forsvarsmenn stéttarfélagsins höfðu fundað í dag með félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Verða laun greidd út frá því sem starfsmennirnir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa og mun stéttarfélagið síðan gera kröfu í ábyrgðarsjóðinn. Ragnar Þór sagði ástand félagsmannanna sem störfuðu hjá VR eftir atvikum ágætt en auðvitað sé um mikið áfall að ræða. Hann sagði VR ætla að aðstoða félagsmenn sína í atvinnuleit og að stéttarfélagið muni veita þeim eftir fremsta megni stuðning. Hann sagði erfitt að svara því hvort hann búist við að fleiri félagsmenn VR muni missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air. Um sé að ræða mikinn skell og hann muni ekki eftir jafn miklum fjölda uppsagna. Þjóðfélagið þurfi nú að vinna úr þessu áfalli í sameiningu og komast aftur á réttan kjöl. Uppfært klukkan 16:40: VR sendi frá sér tilkynningu um málið rétt í þessu sem má lesa hér fyrir neðan:VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum á uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað inn gögnum vegna málsins. Þess vegna er mikilvægt að allir skili inn til VR launaseðlum sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og öðrum gögnum er tengjast vinnusambandinu. Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa upp að hámarki kr. 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti. Hér eru frekari upplýsingar um gjaldþrot fyrirtækja og réttarstöðu starfsmanna.VR vill benda félagsmönnum á að mikilvægt er að þeir skrái sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun sem allra fyrst þar sem bætur eru greiddar frá þem degi sem umsókn berst auk þess sem slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.Sjá hér vef Vinnumálastofnunar.Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðasjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.Ef þú hefur frekari spurningar um réttarstöðu þína hafðu samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða sendu fyrirspurn á vr@vr.is.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent