Gamla símstöðin í Hrútafirði er með orkuver í kjallaranum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2019 21:00 Símstöðin í Brú. Í hlíðinni fyrir ofan má sjá tréstokkinn. Stöð 2/Einar Árnason. Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. Símstöðin var í aldarfjórðung helsta miðstöð langlínusímtala milli landshluta áður en sjálfvirki síminn kom. Fjallað var um þessa forvitnilegu byggingu í fréttum Stöðvar 2. Símstöðin tók til starfa árið 1950 og þjónaði bæði sem pósthús og símstöð en einnig sem loftskeytastöðin Brúarradíó. Þar var jafnframt fastur viðkomustaður áætlunarbíla, bæði Norðurleiðar og Strandarútunnar. Húsið liggur núna undir skemmdum en það er í eigu N1, sem notaði það síðast sem gististað fyrir starfsmenn Staðarskála. Símstöðin má muna sinn fífil fegurri en segja má að hún hafi verið nafli alheimsins í Hrútafirði á sínum tíma.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, við gömlu símstöðina.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, ég held að þetta hafi verið nafli alheimsins og mikið snúist í kringum það hér og verið örugglega einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu á þessum gömlu árum,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Frá húsinu blasir við gamall tréstokkur í hlíðinni. Hann liggur upp að stíflu og inntakslóni í heiðinni. Vatnið þaðan nýttist símstöðinni bæði sem neysluvatn og til raforkuframleiðslu. Já, þetta hús hafði sína eigin virkjun og hún var hluti af byggingunni. Hún sá bæði símstöðinni og veitingaskálanum í Brú fyrir rafmagni. Í kjallaranum má enn sjá gömlu túrbínuna, sem virkar það heilleg að við veltum því fyrir okkur hvort ekki mætti hleypa vatninu á og hefja raforkuframleiðslu á ný.Gömul mynd af símstöðinni, sem starfaði á árunum 1950 til 1976.Mynd/Úr safni Þóris Steingrímssonar.Það var greinlega ekki tjaldað til einnar nætur í þessu húsi, sem löngu fyrir tíma farsíma og internets var einhver mikilvægasta fjarskiptamiðstöð landsins, þegar menn treystu á símalínur og talstöðvar og símtöl voru afgreidd handvirkt. Þar voru meðal annars afgreidd símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið var tólf til fjórtán manna vinnustaður. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu að staðaldri, hver hafði sína íbúð, einnig var gistirými fyrir símastarfsmenn sem fóru um landið. Þetta var eins og lítið hótel með fjölda gistiherbergja og matsal. Starfsemi símans lauk árið 1976 en pósthús var áfram rekið í húsinu í nokkur ár. Áhugamannahópur undir forystu Þóris Steingrímssonar leitar nú leiða til að finna húsinu nýtt hlutverk í von um að forða því frá frekari skemmdum og jafnvel niðurrifi. Meðal annars hefur verið viðruð sú hugmynd að reka þar farfuglaheimili, að sögn Þóris. Vandinn er hins vegar sá það gæti kostað talsverða fjármuni að gera það nothæft á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Fornminjar Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. Símstöðin var í aldarfjórðung helsta miðstöð langlínusímtala milli landshluta áður en sjálfvirki síminn kom. Fjallað var um þessa forvitnilegu byggingu í fréttum Stöðvar 2. Símstöðin tók til starfa árið 1950 og þjónaði bæði sem pósthús og símstöð en einnig sem loftskeytastöðin Brúarradíó. Þar var jafnframt fastur viðkomustaður áætlunarbíla, bæði Norðurleiðar og Strandarútunnar. Húsið liggur núna undir skemmdum en það er í eigu N1, sem notaði það síðast sem gististað fyrir starfsmenn Staðarskála. Símstöðin má muna sinn fífil fegurri en segja má að hún hafi verið nafli alheimsins í Hrútafirði á sínum tíma.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, við gömlu símstöðina.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, ég held að þetta hafi verið nafli alheimsins og mikið snúist í kringum það hér og verið örugglega einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu á þessum gömlu árum,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Frá húsinu blasir við gamall tréstokkur í hlíðinni. Hann liggur upp að stíflu og inntakslóni í heiðinni. Vatnið þaðan nýttist símstöðinni bæði sem neysluvatn og til raforkuframleiðslu. Já, þetta hús hafði sína eigin virkjun og hún var hluti af byggingunni. Hún sá bæði símstöðinni og veitingaskálanum í Brú fyrir rafmagni. Í kjallaranum má enn sjá gömlu túrbínuna, sem virkar það heilleg að við veltum því fyrir okkur hvort ekki mætti hleypa vatninu á og hefja raforkuframleiðslu á ný.Gömul mynd af símstöðinni, sem starfaði á árunum 1950 til 1976.Mynd/Úr safni Þóris Steingrímssonar.Það var greinlega ekki tjaldað til einnar nætur í þessu húsi, sem löngu fyrir tíma farsíma og internets var einhver mikilvægasta fjarskiptamiðstöð landsins, þegar menn treystu á símalínur og talstöðvar og símtöl voru afgreidd handvirkt. Þar voru meðal annars afgreidd símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið var tólf til fjórtán manna vinnustaður. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu að staðaldri, hver hafði sína íbúð, einnig var gistirými fyrir símastarfsmenn sem fóru um landið. Þetta var eins og lítið hótel með fjölda gistiherbergja og matsal. Starfsemi símans lauk árið 1976 en pósthús var áfram rekið í húsinu í nokkur ár. Áhugamannahópur undir forystu Þóris Steingrímssonar leitar nú leiða til að finna húsinu nýtt hlutverk í von um að forða því frá frekari skemmdum og jafnvel niðurrifi. Meðal annars hefur verið viðruð sú hugmynd að reka þar farfuglaheimili, að sögn Þóris. Vandinn er hins vegar sá það gæti kostað talsverða fjármuni að gera það nothæft á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Fornminjar Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45