Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra Íslensk stjórnvöld eru tilbúin að senda leiguvél til að ferja bandaríska strandaglópa hér á landi heim til sín í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigurður sagði að almennt hefði gengið vel að aðstoða erlenda farþega WOW air sem setið hafa fastir á Íslandi. „Það hefur gengið framar vonum. Það eru fjölmörg flugfélög, ein sjö, sem taka þátt í þessu. Icelandair langstærst og ég vil hrósa þeim öllum fyrir að standa svona vel að verki.“ Þá hafi einkum gengið vel að ferja fólk til Evrópu en einhverjir hnökrar hafi verið á fólksflutningum til Norður-Ameríku. Tekist verði á við vandann ef þörf er á. „Okkar hópur er að meta það og ef það reynist þannig að það þurfi að hjálpa til þá erum við tilbúnir að senda kannski eina leiguvél, hvort sem það er á sunnudag, mánudag eða síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi strandaglóparnir einnig kost á að fljúga til Evrópu og nýta sér björgunarfargjöldin þaðan til Bandaríkjanna. Sigurður Ingi sagði jafnframt að vel hefði gengið að koma Íslendingum heim sem áttu bókað flug með WOW air.Viðtalið við samgönguráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 6:12. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Klámsíða býður strandaglópum WOW fría áskrift Klámsíðan Brazzers greinir frá því Twitter-reikningi fyrirtækisins að það ætli sér að bjóða farþegum sem eru strandaglópar vegna falls WOW air fría áskrift að vefsíðu Brazzers. 29. mars 2019 11:15 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru tilbúin að senda leiguvél til að ferja bandaríska strandaglópa hér á landi heim til sín í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigurður sagði að almennt hefði gengið vel að aðstoða erlenda farþega WOW air sem setið hafa fastir á Íslandi. „Það hefur gengið framar vonum. Það eru fjölmörg flugfélög, ein sjö, sem taka þátt í þessu. Icelandair langstærst og ég vil hrósa þeim öllum fyrir að standa svona vel að verki.“ Þá hafi einkum gengið vel að ferja fólk til Evrópu en einhverjir hnökrar hafi verið á fólksflutningum til Norður-Ameríku. Tekist verði á við vandann ef þörf er á. „Okkar hópur er að meta það og ef það reynist þannig að það þurfi að hjálpa til þá erum við tilbúnir að senda kannski eina leiguvél, hvort sem það er á sunnudag, mánudag eða síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi strandaglóparnir einnig kost á að fljúga til Evrópu og nýta sér björgunarfargjöldin þaðan til Bandaríkjanna. Sigurður Ingi sagði jafnframt að vel hefði gengið að koma Íslendingum heim sem áttu bókað flug með WOW air.Viðtalið við samgönguráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 6:12.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Klámsíða býður strandaglópum WOW fría áskrift Klámsíðan Brazzers greinir frá því Twitter-reikningi fyrirtækisins að það ætli sér að bjóða farþegum sem eru strandaglópar vegna falls WOW air fría áskrift að vefsíðu Brazzers. 29. mars 2019 11:15 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30
Klámsíða býður strandaglópum WOW fría áskrift Klámsíðan Brazzers greinir frá því Twitter-reikningi fyrirtækisins að það ætli sér að bjóða farþegum sem eru strandaglópar vegna falls WOW air fría áskrift að vefsíðu Brazzers. 29. mars 2019 11:15