Viðskiptavinir WOW air deila hrakförum og góðum ráðum í hópum á Facebook Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 22:26 WOW air varð gjaldþrota í gær og margir telja sig hlunnfarna af viðskiptum við flugfélagið. Vísir/vilhelm Farþegar flugfélagsins WOW air, sem lýst var gjaldþrota í gær, hafa safnast saman í hópum á Facebook og lýsa þar óförum sínum vegna gjaldþrotsins. Þá deila strandaglóparnir einnig góðum ráðum sín á milli. Að minnsta kosti tveir hópar hafa verið stofnaðir utan um viðskiptavini WOW air síðan í gær. Annar heitir Stranded in Iceland, eða Föst á Íslandi upp á íslensku, og er ætlaður þeim sem komast ekki heim í kjölfar gjaldþrotsins. Hinn ber nafnið Wow Air Customers en þar hafa viðskiptavinir sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við WOW air eftir fall flugfélagsins deilt reynslusögum. 66 meðlimir eru í fyrrnefnda hópnum og 137 í þeim síðarnefnda.Greiddu með debetkorti og fá ekkert Þannig hafa farþegar velt uppi spurningum um ferðatryggingar, endurgreiðslu á flugmiðum og svokölluð „björgunarfargjöld“ Icelandair og annarra flugfélaga. Einhverjir meðlimir hafa lýst yfir óánægju með ferlið, líkt og Rebecca Dordolo kemst að orði: „Er einhver annar bara… uppgefinn.. eftir aðeins einn dag? Þú veist, heilinn í mér heldur ekki í við öll skilaboðin og að setja sig í samband við fólk hægri vinstri.“ Aðrir standa frammi fyrir því að hafa greitt fyrir flugmiða sína með debetkorti en sjá ekki fram á að fá endurgreitt, þar sem slíkt gildir einingis fyrir þá sem greiða með kreditkorti. Í Stranded in Iceland-hópnum hefur strandaglópum til að mynda verið boðin ókeypis gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þá deila meðlimir ýmsum afsláttarkjörum sem fyrirtæki hafa boðið farþegum WOW air sem komast ekki heim, svo sem afslátt í Bíó Paradís og tilboði á gistingu hjá hótelinu Hlemmi Square. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vel hefði gengið að koma erlendum strandaglópum WOW air á Íslandi til síns heima, sérstaklega til Evrópu. Einhverjir hnökrar hafa verið á fólksflutningum til Bandaríkjanna en stjórnvöld hafa sagst tilbúin til að leigja flugvél til að koma Bandaríkjamönnum heim til sín. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Farþegar flugfélagsins WOW air, sem lýst var gjaldþrota í gær, hafa safnast saman í hópum á Facebook og lýsa þar óförum sínum vegna gjaldþrotsins. Þá deila strandaglóparnir einnig góðum ráðum sín á milli. Að minnsta kosti tveir hópar hafa verið stofnaðir utan um viðskiptavini WOW air síðan í gær. Annar heitir Stranded in Iceland, eða Föst á Íslandi upp á íslensku, og er ætlaður þeim sem komast ekki heim í kjölfar gjaldþrotsins. Hinn ber nafnið Wow Air Customers en þar hafa viðskiptavinir sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við WOW air eftir fall flugfélagsins deilt reynslusögum. 66 meðlimir eru í fyrrnefnda hópnum og 137 í þeim síðarnefnda.Greiddu með debetkorti og fá ekkert Þannig hafa farþegar velt uppi spurningum um ferðatryggingar, endurgreiðslu á flugmiðum og svokölluð „björgunarfargjöld“ Icelandair og annarra flugfélaga. Einhverjir meðlimir hafa lýst yfir óánægju með ferlið, líkt og Rebecca Dordolo kemst að orði: „Er einhver annar bara… uppgefinn.. eftir aðeins einn dag? Þú veist, heilinn í mér heldur ekki í við öll skilaboðin og að setja sig í samband við fólk hægri vinstri.“ Aðrir standa frammi fyrir því að hafa greitt fyrir flugmiða sína með debetkorti en sjá ekki fram á að fá endurgreitt, þar sem slíkt gildir einingis fyrir þá sem greiða með kreditkorti. Í Stranded in Iceland-hópnum hefur strandaglópum til að mynda verið boðin ókeypis gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þá deila meðlimir ýmsum afsláttarkjörum sem fyrirtæki hafa boðið farþegum WOW air sem komast ekki heim, svo sem afslátt í Bíó Paradís og tilboði á gistingu hjá hótelinu Hlemmi Square. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vel hefði gengið að koma erlendum strandaglópum WOW air á Íslandi til síns heima, sérstaklega til Evrópu. Einhverjir hnökrar hafa verið á fólksflutningum til Bandaríkjanna en stjórnvöld hafa sagst tilbúin til að leigja flugvél til að koma Bandaríkjamönnum heim til sín.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33
Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30