Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 08:38 Vélin var á leið frá Addis Ababa til Naíróbí. Getty Allir 157 um borð í flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, fórust þegar hún hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí í morgun. Þetta staðfestir skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800MAX. Alls voru 149 farþegar um borð og átta í áhöfn. BBC segir frá því að hinir látnu hafi komið frá 33 ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu klukkan 11 höfðu engar tilkynningar borist ráðuneytinu að íslenskir ríkisborgarar hafi verið um borð. Vélin tók á loft klukkan 8:38 og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44. Vélin hrapaði við borgina Bishoftu, suðaustur af Addis Ababa.The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it’s deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning. — Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) March 10, 2019Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegavél af gerðinni Boeing 737-800MAX hrapar, en síðasta haust hrapaði vél Lion Air fyrir utan Jakarta í Indónesíu. Vélarnar eru tiltölulegar nýjar og komu fyrst á markað árið 2016. Eþíópíska ríkisflugfélagið bætti vélunum við flotann á síðasta ári. Ethopian Airlines er stærsta flugfélag Afríku og er að fullu í eigu eþíópíska ríkisins. Þetta er ekki fyrsta mannskæða flugslysið í sögu Ethiopian Airlines. Árið 2010 fórust níutíu manns þegar vél félagsins hrapaði í Miðjarðarhaf eftir að hafa tekið á loft í líbönsku höfuðborginni Beirút. Mannskæðasta slysið í sögu flugfélagsins varð hins vegar í nóvember 1996 eftir að hópur manna hafði rænt vél, og flugmenn reyndu að nauðlenda á vatni eftir að eldneytið hafði klárast. Rakst vélin á kóralrif og fórust 123 af 175 um borð.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kenía Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Allir 157 um borð í flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, fórust þegar hún hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí í morgun. Þetta staðfestir skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800MAX. Alls voru 149 farþegar um borð og átta í áhöfn. BBC segir frá því að hinir látnu hafi komið frá 33 ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu klukkan 11 höfðu engar tilkynningar borist ráðuneytinu að íslenskir ríkisborgarar hafi verið um borð. Vélin tók á loft klukkan 8:38 og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44. Vélin hrapaði við borgina Bishoftu, suðaustur af Addis Ababa.The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it’s deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning. — Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) March 10, 2019Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegavél af gerðinni Boeing 737-800MAX hrapar, en síðasta haust hrapaði vél Lion Air fyrir utan Jakarta í Indónesíu. Vélarnar eru tiltölulegar nýjar og komu fyrst á markað árið 2016. Eþíópíska ríkisflugfélagið bætti vélunum við flotann á síðasta ári. Ethopian Airlines er stærsta flugfélag Afríku og er að fullu í eigu eþíópíska ríkisins. Þetta er ekki fyrsta mannskæða flugslysið í sögu Ethiopian Airlines. Árið 2010 fórust níutíu manns þegar vél félagsins hrapaði í Miðjarðarhaf eftir að hafa tekið á loft í líbönsku höfuðborginni Beirút. Mannskæðasta slysið í sögu flugfélagsins varð hins vegar í nóvember 1996 eftir að hópur manna hafði rænt vél, og flugmenn reyndu að nauðlenda á vatni eftir að eldneytið hafði klárast. Rakst vélin á kóralrif og fórust 123 af 175 um borð.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kenía Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira