„Vigdís Finnbogadóttir“ skoraði í dönsku úrvalsdeildinni í gær og hér er markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 11:00 Ulrik Yttergård Jensen öðru nafni "Vigdís Finnbogadóttir“ fagnar marki sínu. Getty/Jan Christensen Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira