Lífseigar mýtur um mat Sólveig Gísladóttir skrifar 13. mars 2019 11:00 Gréta Jakobsdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur segir mýmargar mýtur um mat grassera í samfélaginu og oft erfitt að leiðrétta þær. Hún heldur fyrirlesturinn Matur og mýtur í Heilsuborg á miðvikudag. „Fyrirlesturinn er opinn öllum þeim sem vilja fræðast um mýturnar og fleira tengt brenglaðri líkamsímynd og heilsu,“ segir Gréta sem er doktor í næringarfræði frá háskólanum í Lundi og starfar sem næringarfræðingur í Heilsuborg. Gréta segir mýtur um mat æði margar en innt eftir því hverjar þeirra séu þrautseigastar svarar hún: „Ætli það sé ekki sú mýta að við getum haft áhrif á sýrustig blóðsins með fæðunni, að lausnin sé að skera hitaeiningarnar gífurlega niður, að afeitranir séu málið sem og djúskúrar og að brauð sé fitandi.“ En hvaða mýta er furðulegust? „Það er erfitt að segja, en ætli það sé ekki ofurfæðisflokkun á sumum mat og að safakúrar geri mikið meira fyrir okkur en að létta okkur til skamms tíma.“ Gréta telur að mýturnar fylgi okkur frá unga aldri. „Frá blautu barnsbeini fáum við þau skilaboð og jafnvel beinar athugasemdir um að líkami okkar sé ekki nægilega góður, flottur, skorinn eða bara of stór, og við þurfum að gera nánast allt sem í okkar valdi stendur til að breyta honum. Ekkert tillit er tekið til þess hvaða andlega og líkamlega álag það hefur í för með sér. Þessar athugasemdir geta setið í fólki í áratugi með tilheyrandi vanlíðan. Þar sem við erum nýjungagjörn erum við tilbúin að prófa alltaf nýjar leiðir og því miður eru aðilar þarna úti sem nýta sér það og reyna að selja okkur nýjar vonir, oft í glansmynd. Oft er einhvers konar sala á bak við mýturnar, bækur, prógramm, duft, pillur eða annað þess háttar.“Þurfum að hugsa til lengri tíma Hér til hliðar má finna lista yfir hluta af þeim mýtum sem hafa verið áberandi síðustu ár og Gréta segir þær nánast allar enn í gangi. „Þó sérstaklega djúskúrarnir og afeitranir. Að brennslutöflur séu hættulausar, koffíndrykkir nauðsynlegir og að kolvetni, brauð og ávextir séu óhollir og fitandi.“ Gréta tekur þó skýrt fram að með þessu séu hún ekki að segja að það sé fólki hollt að borða mikinn sykur, hvítt brauð og annað þess háttar. „Heldur meina ég að allur matur passar inn okkar mataræði. Oft er það þannig að ef við bönnum okkur ákveðna fæðutegund eða flokka langar okkur oftar en ekki bara meira í það og þegar maður gefur eftir getur komið yfir mann stjórnlaust ofát sem stendur yfir í lengri eða skemmri tíma. Við þurfum að huga að langtíma sambandi okkar við matinn,“ segir Gréta og bendir á að flesta vanti meiri trefjar í mataræði sitt sem finna megi í grænmeti, ávöxtum, grófu korni, höfrum og baunum.Erfitt að leiðrétta mýtur Gréta segir miserfitt að leiðrétta mýtur. „En það þýðir ekki að gefast upp, heldur þarf bara að tala hærra. Mínir skjólstæðingar fá stuðninginn sem þeir þurfa til að berjast á móti öllum ráðunum og staðhæfingunum sem eru þarna úti og hvað best sé að gera til að vera sáttur með sitt fæðuval til lengri tíma. Við þurfum að venja okkur á og velja þá fæðu sem við treystum okkur til að borða næstu áratugina en ekki bara vikurnar, eins og margir kúrar eru.“ Fyrirlesturinn Matur og mýtur verður haldinn í Heilsuborg, Bíldshöfða 9, miðvikudaginn 13. mars kl. 18.30. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur segir mýmargar mýtur um mat grassera í samfélaginu og oft erfitt að leiðrétta þær. Hún heldur fyrirlesturinn Matur og mýtur í Heilsuborg á miðvikudag. „Fyrirlesturinn er opinn öllum þeim sem vilja fræðast um mýturnar og fleira tengt brenglaðri líkamsímynd og heilsu,“ segir Gréta sem er doktor í næringarfræði frá háskólanum í Lundi og starfar sem næringarfræðingur í Heilsuborg. Gréta segir mýtur um mat æði margar en innt eftir því hverjar þeirra séu þrautseigastar svarar hún: „Ætli það sé ekki sú mýta að við getum haft áhrif á sýrustig blóðsins með fæðunni, að lausnin sé að skera hitaeiningarnar gífurlega niður, að afeitranir séu málið sem og djúskúrar og að brauð sé fitandi.“ En hvaða mýta er furðulegust? „Það er erfitt að segja, en ætli það sé ekki ofurfæðisflokkun á sumum mat og að safakúrar geri mikið meira fyrir okkur en að létta okkur til skamms tíma.“ Gréta telur að mýturnar fylgi okkur frá unga aldri. „Frá blautu barnsbeini fáum við þau skilaboð og jafnvel beinar athugasemdir um að líkami okkar sé ekki nægilega góður, flottur, skorinn eða bara of stór, og við þurfum að gera nánast allt sem í okkar valdi stendur til að breyta honum. Ekkert tillit er tekið til þess hvaða andlega og líkamlega álag það hefur í för með sér. Þessar athugasemdir geta setið í fólki í áratugi með tilheyrandi vanlíðan. Þar sem við erum nýjungagjörn erum við tilbúin að prófa alltaf nýjar leiðir og því miður eru aðilar þarna úti sem nýta sér það og reyna að selja okkur nýjar vonir, oft í glansmynd. Oft er einhvers konar sala á bak við mýturnar, bækur, prógramm, duft, pillur eða annað þess háttar.“Þurfum að hugsa til lengri tíma Hér til hliðar má finna lista yfir hluta af þeim mýtum sem hafa verið áberandi síðustu ár og Gréta segir þær nánast allar enn í gangi. „Þó sérstaklega djúskúrarnir og afeitranir. Að brennslutöflur séu hættulausar, koffíndrykkir nauðsynlegir og að kolvetni, brauð og ávextir séu óhollir og fitandi.“ Gréta tekur þó skýrt fram að með þessu séu hún ekki að segja að það sé fólki hollt að borða mikinn sykur, hvítt brauð og annað þess háttar. „Heldur meina ég að allur matur passar inn okkar mataræði. Oft er það þannig að ef við bönnum okkur ákveðna fæðutegund eða flokka langar okkur oftar en ekki bara meira í það og þegar maður gefur eftir getur komið yfir mann stjórnlaust ofát sem stendur yfir í lengri eða skemmri tíma. Við þurfum að huga að langtíma sambandi okkar við matinn,“ segir Gréta og bendir á að flesta vanti meiri trefjar í mataræði sitt sem finna megi í grænmeti, ávöxtum, grófu korni, höfrum og baunum.Erfitt að leiðrétta mýtur Gréta segir miserfitt að leiðrétta mýtur. „En það þýðir ekki að gefast upp, heldur þarf bara að tala hærra. Mínir skjólstæðingar fá stuðninginn sem þeir þurfa til að berjast á móti öllum ráðunum og staðhæfingunum sem eru þarna úti og hvað best sé að gera til að vera sáttur með sitt fæðuval til lengri tíma. Við þurfum að venja okkur á og velja þá fæðu sem við treystum okkur til að borða næstu áratugina en ekki bara vikurnar, eins og margir kúrar eru.“ Fyrirlesturinn Matur og mýtur verður haldinn í Heilsuborg, Bíldshöfða 9, miðvikudaginn 13. mars kl. 18.30.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira