Tæp 95 prósent vilja bólusetningarskyldu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2019 06:15 Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. vísir/getty Rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum eru á því að skylda til bólusetningar barna verði leidd í lög eða bólusetning gerð að skilyrði fyrir inntöku á leikskóla. Þetta sýna niðurstöður könnunar Zenter rannsókna. Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. Þrjú af hverjum fjórum sögðust mjög hlynnt slíkri skyldu. Örlítið minni stuðningur reyndist við það að bólusetning við mislingum yrði gerð að skilyrði fyrir inntöku barns á leikskóla. Rúmlega níu af hverjum tíu reyndust hlynnt því, 3,4 prósent hlutlaus og rúm fimm prósent andvíg. Í báðum tilvikum mældist stuðningur minnstur hjá þeim sem lokið höfðu framhaldsprófi í háskóla en þó var hann í um níutíu prósent hjá þeim hópi. „Það er ekki hægt að segja að við stöndum okkur illa í bólusetningum þó við gætum gert betur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Embætti landlæknis stefnir að því að hlutfall bólusettra sé yfir 95 prósent en það hefur verið á bilinu 90-95 prósent. „Ástæðan er að öllum líkindum innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Ég hef sagt að við ættum að laga það og sjá hverju það skilar áður en við ræðum um skyldu til bólusetninga,“ segir Þórólfur. Læknirinn segir að aðeins örlítill hópur fólks sé andsnúinn bólusetningum en rannsóknir bendi til þess að það séu um tvö prósent. Hann óttast að bólusetningarskylda geti stækkað þann hóp. Könnunin var netkönnun framkvæmd 8.-11. mars. Úrtakið var 2.500 einstaklingar og svöruðu 1.146. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, búsetu og aldri til að endurspegla sem best álit landsmanna á viðfangsefninu. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum eru á því að skylda til bólusetningar barna verði leidd í lög eða bólusetning gerð að skilyrði fyrir inntöku á leikskóla. Þetta sýna niðurstöður könnunar Zenter rannsókna. Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. Þrjú af hverjum fjórum sögðust mjög hlynnt slíkri skyldu. Örlítið minni stuðningur reyndist við það að bólusetning við mislingum yrði gerð að skilyrði fyrir inntöku barns á leikskóla. Rúmlega níu af hverjum tíu reyndust hlynnt því, 3,4 prósent hlutlaus og rúm fimm prósent andvíg. Í báðum tilvikum mældist stuðningur minnstur hjá þeim sem lokið höfðu framhaldsprófi í háskóla en þó var hann í um níutíu prósent hjá þeim hópi. „Það er ekki hægt að segja að við stöndum okkur illa í bólusetningum þó við gætum gert betur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Embætti landlæknis stefnir að því að hlutfall bólusettra sé yfir 95 prósent en það hefur verið á bilinu 90-95 prósent. „Ástæðan er að öllum líkindum innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Ég hef sagt að við ættum að laga það og sjá hverju það skilar áður en við ræðum um skyldu til bólusetninga,“ segir Þórólfur. Læknirinn segir að aðeins örlítill hópur fólks sé andsnúinn bólusetningum en rannsóknir bendi til þess að það séu um tvö prósent. Hann óttast að bólusetningarskylda geti stækkað þann hóp. Könnunin var netkönnun framkvæmd 8.-11. mars. Úrtakið var 2.500 einstaklingar og svöruðu 1.146. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, búsetu og aldri til að endurspegla sem best álit landsmanna á viðfangsefninu.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira