Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2019 09:03 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. Fimm dómarar dæmdu honum í hag en tveir skiluðu sératkvæði.Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn er harðorður í garð ráðherra. Þar segir að Sigríður hafi við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Mannréttindadómstóllinn segir jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Dómstóllinn dæmdi ríkið til að greiða honum 15 þúsund evrur í málskostnað vegna málsins, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Maðurinn, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti þannig að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, skaut málinu strax til MDE. Einsdæmi er að mál fái jafn skjóta meðferð hjá dómstólnum. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið stjórnsýslulög þar sem Sigríður gerði ekki rannsókn á hæfni þeirra umsækjenda sem hún tók fram yfir þá sem hæfnisnefnd gerði tillögu um. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. Fimm dómarar dæmdu honum í hag en tveir skiluðu sératkvæði.Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn er harðorður í garð ráðherra. Þar segir að Sigríður hafi við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Mannréttindadómstóllinn segir jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Dómstóllinn dæmdi ríkið til að greiða honum 15 þúsund evrur í málskostnað vegna málsins, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Maðurinn, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti þannig að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, skaut málinu strax til MDE. Einsdæmi er að mál fái jafn skjóta meðferð hjá dómstólnum. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið stjórnsýslulög þar sem Sigríður gerði ekki rannsókn á hæfni þeirra umsækjenda sem hún tók fram yfir þá sem hæfnisnefnd gerði tillögu um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00