Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 20:42 Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Vísir/Vilhelm Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira