832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. mars 2019 20:00 Húsnæði Landsréttar í Kópavogi. Fréttablaðið/Ernir Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fráfarandi dómsmálaráðherra telur réttaróvissu þó ekki ríkja í landinu. Öllum málum í Landsrétti hefur verið frestað út vikuna og fangelsismálastofnun hafa borist beiðnir um frestun afplánunar. Alls hafa 832 mál verið afgreidd í Landsrétti síðan dómurinn tók til starfa þann 1. janúar 2018. Unnið er að því að taka saman tölfræði yfir fjölda þeirra mála sem dómararnir fjórir, sem skipaðir voru dómarar við réttinn en hæfnisnefnd mat ekki meðal fimmtán hæfustu, dæmdu í eða afgreiddu með öðrum hætti. Líkt og fram hefur komi hefur öllum málum verið frestað í Landsrétti út þessa viku á meðan greining stendur yfir á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í gær. Sigríður Andersen kveðst ekki líta svo á að réttaróvissa sé í landinu. Stjórnvöld hyggjast áfrýja dómnum til æðra dómsstigs Mannréttindadómstólsins. „Skilyrði fyrir því er að málin séu mjög óvenjuleg og það eru mjög fá mál tekin þar til skoðunar þannig að það má svo sem segja að meginreglan sé svona ráðandi í þessu en ég held alla veganna að flestir hér á landi líti svo á að málið sé óvenjulegt í þessum skilningi vegna þess að það er náttúrlega bara heilt réttarkerfi á hliðinni í rauninni,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir of snemmt að segja til um það nákvæmlega hvaða afleiðingar dómurinn hefur í för með sér. „Það má svo sem horfa á þetta í tvennu lagi, hvaða afleiðingar hafa þeir dómar sem hafa þegar fallið, þeir eru bara gildir í sjálfu sér, en aðilar geta hugsanlega leitað eftir endurupptöku,“ segir Eiríkur Elís. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hafa beiðnir ekki borist nefndinni síðan í gær en hún hyggst funda og fara yfir stöðuna. „Ég held að Landsréttur sé í sjálfu sér starfhæfur áfram. Hitt er annað mál að það er spurning með þessa fjóra dómara sem að þarna eru undir,“ segir Eiríkur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismálastofnun hafa borist beiðnir um frestun afplánunar vegna dóma sem þeir hlutu í Landsrétti. „Það eru nokkrir sem hafa óskað eftir fresti og við höfum veitt fresti eins og við gerum almennt í svona tilvikum,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Enginn sem þegar situr inni hefur þó óskað eftir að gera hlé á afplánun en á annan tug fanga sem nú afplána hlutu dóm í Landsrétti þar sem einhver dómaranna fjögra dæmdi í málinu. „Ég held að það sé mikilvægast að við vöndum til verka, allir haldi ró sinni og við vinnum bara einfaldlega í samræmi við íslensk lög,“ segir Páll. Dómstólar Fangelsismál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fráfarandi dómsmálaráðherra telur réttaróvissu þó ekki ríkja í landinu. Öllum málum í Landsrétti hefur verið frestað út vikuna og fangelsismálastofnun hafa borist beiðnir um frestun afplánunar. Alls hafa 832 mál verið afgreidd í Landsrétti síðan dómurinn tók til starfa þann 1. janúar 2018. Unnið er að því að taka saman tölfræði yfir fjölda þeirra mála sem dómararnir fjórir, sem skipaðir voru dómarar við réttinn en hæfnisnefnd mat ekki meðal fimmtán hæfustu, dæmdu í eða afgreiddu með öðrum hætti. Líkt og fram hefur komi hefur öllum málum verið frestað í Landsrétti út þessa viku á meðan greining stendur yfir á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í gær. Sigríður Andersen kveðst ekki líta svo á að réttaróvissa sé í landinu. Stjórnvöld hyggjast áfrýja dómnum til æðra dómsstigs Mannréttindadómstólsins. „Skilyrði fyrir því er að málin séu mjög óvenjuleg og það eru mjög fá mál tekin þar til skoðunar þannig að það má svo sem segja að meginreglan sé svona ráðandi í þessu en ég held alla veganna að flestir hér á landi líti svo á að málið sé óvenjulegt í þessum skilningi vegna þess að það er náttúrlega bara heilt réttarkerfi á hliðinni í rauninni,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir of snemmt að segja til um það nákvæmlega hvaða afleiðingar dómurinn hefur í för með sér. „Það má svo sem horfa á þetta í tvennu lagi, hvaða afleiðingar hafa þeir dómar sem hafa þegar fallið, þeir eru bara gildir í sjálfu sér, en aðilar geta hugsanlega leitað eftir endurupptöku,“ segir Eiríkur Elís. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hafa beiðnir ekki borist nefndinni síðan í gær en hún hyggst funda og fara yfir stöðuna. „Ég held að Landsréttur sé í sjálfu sér starfhæfur áfram. Hitt er annað mál að það er spurning með þessa fjóra dómara sem að þarna eru undir,“ segir Eiríkur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismálastofnun hafa borist beiðnir um frestun afplánunar vegna dóma sem þeir hlutu í Landsrétti. „Það eru nokkrir sem hafa óskað eftir fresti og við höfum veitt fresti eins og við gerum almennt í svona tilvikum,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Enginn sem þegar situr inni hefur þó óskað eftir að gera hlé á afplánun en á annan tug fanga sem nú afplána hlutu dóm í Landsrétti þar sem einhver dómaranna fjögra dæmdi í málinu. „Ég held að það sé mikilvægast að við vöndum til verka, allir haldi ró sinni og við vinnum bara einfaldlega í samræmi við íslensk lög,“ segir Páll.
Dómstólar Fangelsismál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49