„Ég er náttúrulega ferskari. Í Kanada var ég líka aðeins meiddur er ég fór í bardagann þar. Æfingabúðirnar voru eins góðar og þær geta orðið,“ segir Gunnar brattur.
Meiðslin sem hann er að tala um voru í hnénu en hann hélt þeim meiðslum leyndum þar til eftir bardagann við Alex Oliveira. Meiðslin komu upp seint í æfingabúðunum og voru mikið áfall en allt slapp þetta fyrir horn.
„Hnéð er alveg búið að jafna sig og ég hef ekkert fundið fyrir því í margar vikur.“
Það er því ekkert að trufla okkar mann í aðdraganda bardagans og vonandi nær hann að sýna allar sínar bestu hliðar.
Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.