Innlent

Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir til ríkisstjórnarfundar í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir til ríkisstjórnarfundar í morgun. vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. Enginn þeirra ráðherra sem fréttastofa ræddi við sagði að breytingar á ríkisstjórninni hafi verið til umræðu en fyrir liggur að skipa þarf  nýjan dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti í gær. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar klukkan 16 í dag vegna þessa.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst boða þingflokksfund síðar í dag vegna breytinga á ríkisstjórninni. Hann kveðst ekki vera búinn að taka ákvörðun um hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu.

Ein af þeim sem nefnd hefur verið sem mögulegur dómsmálaráðherra er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Aðspurð hvort hún ætti von á því að taka við dómsmálaráðuneytinu sagði hún að ekki væri búið að ákveða hver myndi taka við því. Spurð hvort hún myndi taka jákvætt í slíka bón vildi hún lítið að segja um og sagði að það væri samtal sem hún þyrfti að eiga við formann Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir

Forystufólk flokksins líklegt

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis.

Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar

Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×