Arsenal snéri við taflinu gegn Rennes og er komið áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang fagnaði með skemmtilegri grímu í kvöld.
Aubameyang fagnaði með skemmtilegri grímu í kvöld. vísir/getty
Arsenal var 3-1 undir eftir fyrri leikinn gegn Rennes í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þeir snéru við taflinu á Emirates í kvöld. Lundúnarliðið vann 3-0 sigur í síðari leiknum og er komið áfram.

Það voru ekki liðnar rétt rúmlega fjórar mínútur er fyrsta markið kom. Ainsley Maitland-Niles átti góða sendingu á Aaron Ramsey sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Pierre-Emerick Aubameyang kom boltanum yfir línuna.

Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Arsenal forystuna. Nú var það Ainsley Maitland-Niles sem skoraði eftir sendingu Aubameyang en endursýning leiddi í ljós að Aubameyang var rangstæður. Ekkert VAR í Evrópudeildinni og leik haldið áfram.





Staðan var 2-0 í hálfleik og Arsenal á leið áfram á útivallarmörkum. Þeir voru þó ekki hætætir því Aubameyang bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal á 72. mínútu. Lokatölur 3-0 sigur Arsenal og samanlagt 4-3.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira