Upphitun: Slagurinn á toppnum Bragi Þórðarson skrifar 15. mars 2019 18:15 Nær Vettel að stöðva sigurgöngu Mercedes? Getty Nú þegar aðeins tveir dagar eru í ræsingu á fyrsta kappakstri tímabilsins er komið að lokakafla upphitun Vísis. Ljóst er að slagurinn um fyrsta sætið í keppni bílasmiða verður á milli Ferrari og Mercedes rétt eins og síðastliðin þrjú ár.FerrariÖkumenn: Sebastian Vettel og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 571 Sebastian Vettel og Ferrari hafa misst af titlunum síðustu tvö ár. Ljóst var að liðið þurfti að breyta eitthverju og var það liðsstjórinn, Maurizio Arrivabene, sem var rekinn í vetur. Auk þess er Sebastian kominn með nýjan liðsfélaga, hinn 21 árs Charles Leclerc, yngsti ökumaður Ferrari í tæp fimmtíu ár. Þetta mun án efa setja meiri pressu á Þjóðverjann. Andrúmsloftið er gott í Ferrari liðinu þessa dagana. Ítalska liðið var hraðast í prófunum og stefnir á sinn fyrsta titil bílasmiða síðan 2008.Hamilton er fimmfaldur meistari og stefnir á þann sjötta í árGettyMercedesÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 655 Þýski bílaframleiðandinn hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að reglum var breytt í Formúlunni árið 2014. Síðan þá hefur liðið unnið báða titla fimm ár í röð og Lewis Hamilton hefur unnið helming allra keppna. Mercedes er aðeins eitt af tveimur liðum sem gerir engar breytingar á ökumönnum sínum. Valtteri Bottas heldur sæti sínu þrátt fyrir að ná engum sigri í fyrra. Lewis stefnir að því að gerast besti ökuþór allra tíma en til þess vantar honum tvo titla og 18 sigra í viðbót. Eftir fyrstu tvær æfingarnar í Melbourne er það Hamilton sem er hraðastur. Það lýtur því út fyrir að Mercedes liðið hafi ennþá yfirhöndina gegn Ferrari. Þetta kemur allt betur í ljós í tímatökum á laugardaginn og svo í kappakstrinum á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í ræsingu á fyrsta kappakstri tímabilsins er komið að lokakafla upphitun Vísis. Ljóst er að slagurinn um fyrsta sætið í keppni bílasmiða verður á milli Ferrari og Mercedes rétt eins og síðastliðin þrjú ár.FerrariÖkumenn: Sebastian Vettel og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 571 Sebastian Vettel og Ferrari hafa misst af titlunum síðustu tvö ár. Ljóst var að liðið þurfti að breyta eitthverju og var það liðsstjórinn, Maurizio Arrivabene, sem var rekinn í vetur. Auk þess er Sebastian kominn með nýjan liðsfélaga, hinn 21 árs Charles Leclerc, yngsti ökumaður Ferrari í tæp fimmtíu ár. Þetta mun án efa setja meiri pressu á Þjóðverjann. Andrúmsloftið er gott í Ferrari liðinu þessa dagana. Ítalska liðið var hraðast í prófunum og stefnir á sinn fyrsta titil bílasmiða síðan 2008.Hamilton er fimmfaldur meistari og stefnir á þann sjötta í árGettyMercedesÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 655 Þýski bílaframleiðandinn hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að reglum var breytt í Formúlunni árið 2014. Síðan þá hefur liðið unnið báða titla fimm ár í röð og Lewis Hamilton hefur unnið helming allra keppna. Mercedes er aðeins eitt af tveimur liðum sem gerir engar breytingar á ökumönnum sínum. Valtteri Bottas heldur sæti sínu þrátt fyrir að ná engum sigri í fyrra. Lewis stefnir að því að gerast besti ökuþór allra tíma en til þess vantar honum tvo titla og 18 sigra í viðbót. Eftir fyrstu tvær æfingarnar í Melbourne er það Hamilton sem er hraðastur. Það lýtur því út fyrir að Mercedes liðið hafi ennþá yfirhöndina gegn Ferrari. Þetta kemur allt betur í ljós í tímatökum á laugardaginn og svo í kappakstrinum á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira