„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2019 08:36 Árásarmenn hófu skothríð í tveimur moskum í Christchurch í nótt, um klukkan 13:40 að nýsjálenskum tíma. EPA/EFE Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. Hann segir Christchurch rólega borg og að enginn hafi búist við því að svo hryllileg voðaverk yrðu framin þar.Strax ljóst að ástandið var alvarlegt Svavar Gísli Ragnarsson hefur verið búsettur í Christchurch síðastliðin sjö ár ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hann var á leið á spítala í nágrenninu með mat handa starfsfólki þegar fréttastofa náði tal af honum í morgun. Skotárásin var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma en Svavar segist hafa fengið fyrstu fregnir af henni um tuttugu mínútum síðar.Svavar Gísli Ragnarsson.Mynd/Aðsend„Um tvöleytið fór ég að heyra af því að það hefði orðið skotárás hérna einhvers staðar, og ekki langt frá okkur. Svo rétt um 14:30 byrjaði ég að keyra heim úr miðborginni í úthverfið og þá sá ég að það voru lögreglubílar og sjúkrabílar alls staðar, fram og til baka. Og mér fannst svo merkilegt að sjá að þeir voru allir að keyra í mismunandi áttir,“ segir Svavar. Þá lýsir hann því að hann hafi séð hóp þungvopnaðra lögreglumanna koma út af lögreglustöð í götunni hjá sér. „Maður sá strax þá að það var eitthvað mikið um að vera.“Skólar dætranna í „lockdown“ Svavar sá fljótlega fram á að komast ekki heim þar sem búið var að loka götum víða í borginni. „Og meira að segja leiðin sem ég fer heim, það var þar sem þeir náðu fyrsta skotmanninum. Og því ástæða fyrir því að ég gat ekki farið þá leið.“ Svavar og fjölskylda hans búa í Búa í Prebbleton, smábæ rétt fyrir utan Christchurch. Hann segir að skólum dætra sinna, sem eru fimm og sjö ára, hafi verið lokað fljótlega eftir árásina og mátti enginn fara þangað inn eða út. „[…] sem er svolítið svona sérstök tilfinning, að geta ekki sótt börnin þín. Við fórum bæði heim, ég og eiginkonan var heima, biðum aðeins þar og fréttum svo að leikskólinn væri að hleypa inn foreldrum en ef foreldrar færu inn máttu þeir ekki fara út aftur. Þannig að eiginkonan fór á leikskólann til að vera með litlu og ég beið við miðlana til að bíða eftir fréttum um að við mættum sækja skólastelpuna.“Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað í Christchurch.Vísir/GEttyTrúir því enginn að þetta hafi gerst Hjónin komu dætrunum loks heim um sexleytið en Svavar segir að stúlkunum hafi ekki verið sagt af árásinni í skólanum. Hann hafi sjálfur stiklað á stóru um árásina við eldri dóttur sína en ekki sagt þeirri yngri neitt. „[Það er] skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum.“ Aðspurður segir Svavar að íbúar Christchurch séu slegnir yfir árásinni. Hann lýsir því að hrætt fólk hafi leitað skjóls á skyndibitastaðnum sem hann rekur í borginni, The Kiwi Viking, á meðan lögregluaðgerðir stóðu sem hæst síðdegis. „Það eru bara allir í sjokki. Það trúir enginn að þetta gerist í þessu þjóðfélagi hér. Christschurch er alveg einstaklega róleg borg, sérstaklega eftir jarðskjálftann. Borgin er búin að taka svo ægilega langan tíma að taka við sér aftur, þannig að hún er ægilega róleg, sérstaklega á kvöldin og annað. Og náttúrulega bara skrýtið að við erum oft búin að vera þarna í Hagley park, og þetta er innan við þrjá kílómetra frá okkur á báða vegu, það sem gerðist.“ Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. Hann segir Christchurch rólega borg og að enginn hafi búist við því að svo hryllileg voðaverk yrðu framin þar.Strax ljóst að ástandið var alvarlegt Svavar Gísli Ragnarsson hefur verið búsettur í Christchurch síðastliðin sjö ár ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hann var á leið á spítala í nágrenninu með mat handa starfsfólki þegar fréttastofa náði tal af honum í morgun. Skotárásin var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma en Svavar segist hafa fengið fyrstu fregnir af henni um tuttugu mínútum síðar.Svavar Gísli Ragnarsson.Mynd/Aðsend„Um tvöleytið fór ég að heyra af því að það hefði orðið skotárás hérna einhvers staðar, og ekki langt frá okkur. Svo rétt um 14:30 byrjaði ég að keyra heim úr miðborginni í úthverfið og þá sá ég að það voru lögreglubílar og sjúkrabílar alls staðar, fram og til baka. Og mér fannst svo merkilegt að sjá að þeir voru allir að keyra í mismunandi áttir,“ segir Svavar. Þá lýsir hann því að hann hafi séð hóp þungvopnaðra lögreglumanna koma út af lögreglustöð í götunni hjá sér. „Maður sá strax þá að það var eitthvað mikið um að vera.“Skólar dætranna í „lockdown“ Svavar sá fljótlega fram á að komast ekki heim þar sem búið var að loka götum víða í borginni. „Og meira að segja leiðin sem ég fer heim, það var þar sem þeir náðu fyrsta skotmanninum. Og því ástæða fyrir því að ég gat ekki farið þá leið.“ Svavar og fjölskylda hans búa í Búa í Prebbleton, smábæ rétt fyrir utan Christchurch. Hann segir að skólum dætra sinna, sem eru fimm og sjö ára, hafi verið lokað fljótlega eftir árásina og mátti enginn fara þangað inn eða út. „[…] sem er svolítið svona sérstök tilfinning, að geta ekki sótt börnin þín. Við fórum bæði heim, ég og eiginkonan var heima, biðum aðeins þar og fréttum svo að leikskólinn væri að hleypa inn foreldrum en ef foreldrar færu inn máttu þeir ekki fara út aftur. Þannig að eiginkonan fór á leikskólann til að vera með litlu og ég beið við miðlana til að bíða eftir fréttum um að við mættum sækja skólastelpuna.“Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað í Christchurch.Vísir/GEttyTrúir því enginn að þetta hafi gerst Hjónin komu dætrunum loks heim um sexleytið en Svavar segir að stúlkunum hafi ekki verið sagt af árásinni í skólanum. Hann hafi sjálfur stiklað á stóru um árásina við eldri dóttur sína en ekki sagt þeirri yngri neitt. „[Það er] skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum.“ Aðspurður segir Svavar að íbúar Christchurch séu slegnir yfir árásinni. Hann lýsir því að hrætt fólk hafi leitað skjóls á skyndibitastaðnum sem hann rekur í borginni, The Kiwi Viking, á meðan lögregluaðgerðir stóðu sem hæst síðdegis. „Það eru bara allir í sjokki. Það trúir enginn að þetta gerist í þessu þjóðfélagi hér. Christschurch er alveg einstaklega róleg borg, sérstaklega eftir jarðskjálftann. Borgin er búin að taka svo ægilega langan tíma að taka við sér aftur, þannig að hún er ægilega róleg, sérstaklega á kvöldin og annað. Og náttúrulega bara skrýtið að við erum oft búin að vera þarna í Hagley park, og þetta er innan við þrjá kílómetra frá okkur á báða vegu, það sem gerðist.“
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15