Lára berst við matarfíkn: Sprautaði sápu yfir matarafganga svo hún myndi ekki borða upp úr ruslinu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2019 10:30 Lára Kristín opnar sig um matarfíkn. Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira