Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 13:31 Fólk beið í örvæntingu fyrir utan aðra moskuna þar sem árásarmaður myrti fólk með köldu blóði. Vísir/AP Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna á netinu. Samfélagsmiðlareikningar sem eru taldir tengjast árásinni deildu áróðri hvítra þjóðernissinna gegn múslimum og innflytjendum fyrir morðin. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.Reuters-fréttastofan segir að árásarmaður hafi verið með myndavél á höfðinu sem hann notaði til að streyma hluta árásanna á Facebook. Á myndbandinu sást morðinginn keyra að annarri moskunni og opna skottið á bíl sínum sem var fullt af skotvopnum og færum. Facebook lokaði aðganginum þar sem árásinni var streymt og Twitter lokaði sömu leiðis reikningi sem talinn er tengjast árásarmanni. Sá Twitter-reikningur var stofnaður í síðasta mánuði. Þar var tíst myndum af skotvopni sem var notað í árásinni á miðvikudag. Byssan var þakin hvítum stöfum, meðal annars með nöfnum annarra fjöldamorðingja sem hafa drepið í nafni kynþáttar eða trúar. Þar var einnig að finna vísun í slagorð hvítra þjóðernissinna. Skotvopnið sást greinilega á streyminu frá annarri árásinni. Einnig tísti aðstandandi reikningsins greinum um hnignun í frjósemi hvítra, hægriöfgamenn í ýmsum löndum og fréttum um meinta glæpi innflytjenda sem hafa komið ólöglega til landa.Vopnaður lögreglumaður fylgist með sjúkraliða flytja særðan mann frá annarri moskunni í dag.Vísir/APBirti myndir af einu morðvopnanna á miðvikudag Þá er árásarmaðurinn sagður hafa verið tíður gestur á spjallborði á vefsíðunni 8chan sem er þekkt fyrir að líða hvers kyns hatursorðræðu. Þar virðist hann hafa tilkynnt um ódæðið fyrir fram og sagðist ætla að ráðast á „innrásarfólkið“. Hann ætlaði sér að streyma beint frá árásinni á Facebook. Uppskar færslan jákvæð viðbrögð annarra notenda sem sendu meðal annars myndir og minni [e. Meme] sem tengjast nasisma. Eftir að árásin hófst fylgdust notendur á spjallborðinu með og lofuðu framgöngu morðingjans. Með færslunni fylgdi 74 blaðsíðna skjal sem lýst hefur verið sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu árásarmannsins. Sé mark á skjalinu takandi aðhyllist hann hvíta þjóðernishyggju. Vísaði hann til hugmynda um „þjóðarmorð“ á hvítum sem rasískir hópar halda fram að eigi sér stað í vestrænum samfélögum með komu innflytjenda. Lýsir hann aðdáun á manninum sem myrti níu kirkjugesti í kirkju blökkumanna í Suður-Karólínu árið 2015 og á Anders Behring Breivik, norska fjöldamorðingjanum, sem myrti 77 manns á Útey og Osló árið 2011. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni virðist þó orka tvímælis og hafa líkur verið leiddar að því að árásarmaðurinn hafi viljað afvegaleiða eða fífla lögreglu, fjölmiðla eða aðra sem hana lesa. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur ekki nafngreint manninn sem hefur verið ákærður fyrir morð. Á Facebook-síðunni sem streymdi hluta annarrar árásarinnar sagðist morðinginn vera 28 ára gamall Ástrali. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur staðfest að einn þeirra handteknu sé Ástralí. Lögreglan segir að þeir handteknu hafi ekki verið á neinum eftirlitslista yfirvalda yfir öfgafólk. Þrír aðrir eru í haldi lögreglu en frekari upplýsingar um aðild þeirra liggja ekki fyrir. Auk fjölda skotvopna fann lögregla tvær heimatilbúnar sprengjur í bíl. AP-fréttastofan segir að fjöldamorð með skotvopni af þessu tagi séu fátíð á Nýja-Sjálandi. Mannskæðasta árásin til þessa átti sér stað árið 1990 þegar karlmaður skaut þrettán manns til bana í kjölfar nágrannaerja.Harmi sleginn maður talar í símann nærri mosku sem var vettvangur voðaverkanna í dag.Vísir/AP Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna á netinu. Samfélagsmiðlareikningar sem eru taldir tengjast árásinni deildu áróðri hvítra þjóðernissinna gegn múslimum og innflytjendum fyrir morðin. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.Reuters-fréttastofan segir að árásarmaður hafi verið með myndavél á höfðinu sem hann notaði til að streyma hluta árásanna á Facebook. Á myndbandinu sást morðinginn keyra að annarri moskunni og opna skottið á bíl sínum sem var fullt af skotvopnum og færum. Facebook lokaði aðganginum þar sem árásinni var streymt og Twitter lokaði sömu leiðis reikningi sem talinn er tengjast árásarmanni. Sá Twitter-reikningur var stofnaður í síðasta mánuði. Þar var tíst myndum af skotvopni sem var notað í árásinni á miðvikudag. Byssan var þakin hvítum stöfum, meðal annars með nöfnum annarra fjöldamorðingja sem hafa drepið í nafni kynþáttar eða trúar. Þar var einnig að finna vísun í slagorð hvítra þjóðernissinna. Skotvopnið sást greinilega á streyminu frá annarri árásinni. Einnig tísti aðstandandi reikningsins greinum um hnignun í frjósemi hvítra, hægriöfgamenn í ýmsum löndum og fréttum um meinta glæpi innflytjenda sem hafa komið ólöglega til landa.Vopnaður lögreglumaður fylgist með sjúkraliða flytja særðan mann frá annarri moskunni í dag.Vísir/APBirti myndir af einu morðvopnanna á miðvikudag Þá er árásarmaðurinn sagður hafa verið tíður gestur á spjallborði á vefsíðunni 8chan sem er þekkt fyrir að líða hvers kyns hatursorðræðu. Þar virðist hann hafa tilkynnt um ódæðið fyrir fram og sagðist ætla að ráðast á „innrásarfólkið“. Hann ætlaði sér að streyma beint frá árásinni á Facebook. Uppskar færslan jákvæð viðbrögð annarra notenda sem sendu meðal annars myndir og minni [e. Meme] sem tengjast nasisma. Eftir að árásin hófst fylgdust notendur á spjallborðinu með og lofuðu framgöngu morðingjans. Með færslunni fylgdi 74 blaðsíðna skjal sem lýst hefur verið sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu árásarmannsins. Sé mark á skjalinu takandi aðhyllist hann hvíta þjóðernishyggju. Vísaði hann til hugmynda um „þjóðarmorð“ á hvítum sem rasískir hópar halda fram að eigi sér stað í vestrænum samfélögum með komu innflytjenda. Lýsir hann aðdáun á manninum sem myrti níu kirkjugesti í kirkju blökkumanna í Suður-Karólínu árið 2015 og á Anders Behring Breivik, norska fjöldamorðingjanum, sem myrti 77 manns á Útey og Osló árið 2011. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni virðist þó orka tvímælis og hafa líkur verið leiddar að því að árásarmaðurinn hafi viljað afvegaleiða eða fífla lögreglu, fjölmiðla eða aðra sem hana lesa. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur ekki nafngreint manninn sem hefur verið ákærður fyrir morð. Á Facebook-síðunni sem streymdi hluta annarrar árásarinnar sagðist morðinginn vera 28 ára gamall Ástrali. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur staðfest að einn þeirra handteknu sé Ástralí. Lögreglan segir að þeir handteknu hafi ekki verið á neinum eftirlitslista yfirvalda yfir öfgafólk. Þrír aðrir eru í haldi lögreglu en frekari upplýsingar um aðild þeirra liggja ekki fyrir. Auk fjölda skotvopna fann lögregla tvær heimatilbúnar sprengjur í bíl. AP-fréttastofan segir að fjöldamorð með skotvopni af þessu tagi séu fátíð á Nýja-Sjálandi. Mannskæðasta árásin til þessa átti sér stað árið 1990 þegar karlmaður skaut þrettán manns til bana í kjölfar nágrannaerja.Harmi sleginn maður talar í símann nærri mosku sem var vettvangur voðaverkanna í dag.Vísir/AP
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53