Innlent

Næturlokanir í Vaðlaheiðargöngum framundan

Andri Eysteinsson skrifar
Vaðlaheiðargöng voru opnuð í lok árs 2018.
Vaðlaheiðargöng voru opnuð í lok árs 2018. Vísir/Tryggvi.
Vaðlaheiðargöngum, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, verður lokað milli klukkan 22:00 og 06:00 í vikunni. Lokað verður fyrir almenna umferð vegna vinnu sem fara mun fram í göngunum í vikunni. Göngin voru opnuð í lok árs 2018 og hófst gjaldtaka í janúar 2019.

Fyrsta lokunin verður í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 19. mars. Akureyrarbær greindi frá þessu á Facebook síðu sinni.


Tengdar fréttir

85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin

Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð.

Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum

Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×