Mikið hefur verið fjallað um þátttöku Íslands í keppninni og hefur sveitin fengið gríðarlega mikla athygli. Í dag spá veðbankar Íslandi sjöunda sætinu í keppninni.
Það muna eflaust margir eftir Alla og íkornunum (e. Alvin & the Chipmunks) en til þessa hafa Alli og íkornarnir sent frá sér ógrynni dægurlaga – jafnt frumsaminna sem útgáfna af verkum annarra.
Nú er komin út útgáfa á YouTube þar sem heyra má Alla og íkornana taka lagið Hatrið mun sigra eins og heyra má hér að neðan.