Er þeirra tími kominn? Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 19. mars 2019 13:00 Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar